Erlent

Enn eitt óleyst sakamál í Noregi

Norska lögreglan stendur frammi fyrir enn einu óleystu sakamálinu, eftir að þjófar brutust inn á athafnasvæði norska hersins á Jørstadmoen við Lillehammer í gær. Þjófarnir, sem gengu skipulega til verks í þetta sinn, komust yfir um 70 AG 3 vélbyssur og 20 skammbyssur eftir því sem lögreglan í Guðbrandsdal segir. Heimildamenn úr undirheimum Óslóar, sem TV 2 hefur rætt við, segja að samband sé á milli ránsins á Jørstadmoen og bankaránsins í Stafangri og ránsins í Munch safninu um síðustu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×