Erlent

Múslimar fordæma mannránið

Ríkisstjórn Frakklands og talsmenn múslima í landinu hvöttu í dag írakska mannræningja, sem hafa tvo franska blaðamenn í haldi, til að sleppa þeim. Tilgangur mannræningjanna er að fá frönsk stjórnvöld til að aflétta banni sem kveður á um að múslimastúlkum sé bannað að bera höfuðklúta í frönskum skólum. Samtök múslima í Frakklandi fordæma ránið og segja höfuðklútamálið vera málefni Frakka og þeir kæri sig ekki um utanaðkomandi afskipti. Ríkisstjórnin kom saman til neyðarfundar í dag en mannræningjarnir eru þeir sömu og rændu og myrtu ítalska blaðamanninn Enzo Baldoni. Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, sést hér koma af neyðarfundi ríkisstjórnarinnar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×