Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2025 09:39 Alice Weidel, samkynhneigður hagfræðingur sem er búsettur í Sviss, hefur verið andlit Valkosts fyrir Þýskaland undanfarin ár. Vísir/EPA Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) mælist með 26 prósent fylgi í könnun sem var birt í dag, að því er kemur fram í umfjöllun evrópsku útgáfu Politico. Flokkurinn er með tveggja prósentustiga forskot á Kristilega demókrata Merz kanslara. Kristilegir demókratar eru enn með naumt forskot á AfD í meðaltali skoðanakannana sem Politico heldur utan um. Merz kanslari fær sjálfur slæma útreið í könnuninni en tveir af hverjum þremur svarendum sögðust óánægðir með störf hans. Öfgaflokkurinn er nú þegar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þýska þinginu eftir bestu kosningaúrslit í sögu sinni í vetur þar sem hann fékk um fimmtung atkvæða. Enginn þýskur öfgahægriflokkur hefur hlotið eins góða kosningu frá því að nasistaflokkur Adolfs Hitler fékk um og yfir þriðjung atkvæða í síðustu frjálsu kosningunum í Þýskalandi við upphaf fjórða áratugs síðustu aldar. AfD aðhyllist meðal annars harða stefnu í innflytjendamálum og oddvitar hans hafa meðal annars talað um fjöldabrottvísanir á fólk af erlendum uppruna frá Þýskalandi. Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint nokkrar undirdeildir flokksins sem öfgasamtök sem ógni lýðræði í landinu. Til stóð að skilgreina flokkinn í heild sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn krafðist lögbanns. Flokkurinn er einangraður á þýska þinginu þar sem aðrir flokkar neita að vinna með honum vegna öfgahyggju hans. Þýskaland Skoðanakannanir Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) mælist með 26 prósent fylgi í könnun sem var birt í dag, að því er kemur fram í umfjöllun evrópsku útgáfu Politico. Flokkurinn er með tveggja prósentustiga forskot á Kristilega demókrata Merz kanslara. Kristilegir demókratar eru enn með naumt forskot á AfD í meðaltali skoðanakannana sem Politico heldur utan um. Merz kanslari fær sjálfur slæma útreið í könnuninni en tveir af hverjum þremur svarendum sögðust óánægðir með störf hans. Öfgaflokkurinn er nú þegar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þýska þinginu eftir bestu kosningaúrslit í sögu sinni í vetur þar sem hann fékk um fimmtung atkvæða. Enginn þýskur öfgahægriflokkur hefur hlotið eins góða kosningu frá því að nasistaflokkur Adolfs Hitler fékk um og yfir þriðjung atkvæða í síðustu frjálsu kosningunum í Þýskalandi við upphaf fjórða áratugs síðustu aldar. AfD aðhyllist meðal annars harða stefnu í innflytjendamálum og oddvitar hans hafa meðal annars talað um fjöldabrottvísanir á fólk af erlendum uppruna frá Þýskalandi. Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint nokkrar undirdeildir flokksins sem öfgasamtök sem ógni lýðræði í landinu. Til stóð að skilgreina flokkinn í heild sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn krafðist lögbanns. Flokkurinn er einangraður á þýska þinginu þar sem aðrir flokkar neita að vinna með honum vegna öfgahyggju hans.
Þýskaland Skoðanakannanir Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira