Erlent

Hundruð þúsunda mótmæla í New York

Búist er við að hundruð þúsunda muni taka þátt í mótmælaaðgerðum í New York í dag þar sem stefnu George Bush Bandaríkjaforseta verður mótmælt. Mótmælin eru þegar hafin en flokksráðstefna Repúblikanaflokksins hefst í borginni á morgun. Bann hefur verið lagt við því að mótmælafundir verði haldnir í Central Park en mótmælendur hafa hótað að virða það bann að vettugi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×