Erlent

Barist í Bagdad

Sadr-hverfið í Bagdad logaði í bardögum í gær og biðu í það minnsta fimm bana auk þess sem tugir manna særðust. Vígamenn úr röðum sjíamúslima börðust við bandaríska hermenn og sprengjum rigndi yfir hverfið. Bandarískar herflugvélar og skriðdrekar skutu á skotmörk í borginni Fallujah og til skotbardaga kom milli bandarískra hermanna og vígamanna í útjaðri austurhluta borgarinnar. Læknar á sjúkrahúsinu í Fallujah sögðu að í það minnsta fjórtán manns hefðu slasast. Öllu rólegra var í Najaf þar sem heimamenn reyndu að koma lífinu í eðlilegt form eftir þriggja vikna bardaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×