Erlent

Fellibylir herja um heiminn

Hitabeltisstormurinn Gaston herjar nú á Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum með tilheyrandi úrkomu. Engar fregnir hafa borist af mann- eða eignatjóni vegna stormsins en nokkuð dró úr krafti hans. Hins vegar óttast menn mjög fellibylinn Frances sem nú er að safna í sig krafti á hafi úti en ekki er útilokað að hann komi að landi á Flórída. Þá stafar Japönum ógn af fellibylnum Chaba sem búist er við að skelli á japönsku eyjunni Kyushu við suðurströnd landsins. Gert er ráð fyrir að vindhraðinn verði um 180 kílómetrar á klukkustund og fellibylurinn sá öflugasti sem dunið hefur á Japan á þessu ári. Háflóð verður á sama tíma og óttast menn því mjög skemmdir á strandsvæðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×