Erlent

Hryðjuverkahópar grönduðu vélunum

Ummerki um sprengiefni hafa nú fundist í flökum beggja rússnesku farþegaflugvélanna sem fórust fyrr í vikunni með áttatíu og níu menn innanborðs. Það þykir því liggja nokkuð ljóst fyrir að hryðjuverkahópar hafi grandað vélunum. Rannsóknin beinist að tveimur tsjetsjenskum konum sem voru farþegar í vélunum enda hafa tsjetsjensk samtök sagst bera ábyrgð á verknaðinum. Forsetakosningar verða haldnar í Tsjetsjeníu á morgun og er talið að árásunum hafi verið ætlað að grafa undan þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×