Erlent

Mannskæðar árásir

Sextán manns létust og fjöldi manns særðist í tveimur sprengjuárásum í Afganistan. Níu börn og einn fullorðinn létu lífið þegar sprengja sprakk í skóla í Paktia-héraði í suðausturhluta landsins. Börnin sem létust voru á aldrinum sjö til fimmtán ára. Fimmtán til viðbótar særðust og voru þrír þeirra í lífshættu. Asadullah Wafa, ríkisstjóri í Paktia, sagði að sprengjunni hefði verið komið fyrir af "leppum sem hlýða yfirmönnum sínum í útlöndum," en vildi ekki útlista nánar hvað hann ætti við. Þó var litið svo á að hann ætti við Pakistan en margir Afganar kvarta undan því að stjórnvöld í Pakistan geri lítið til að stöðva árásir talibana sem hafast við í Pakistan. Sex létu lífið þegar sprengja sprakk á skrifstofu fyrirtækis sem gætir öryggis Hamid Karzai forseta og vinnur verkefni fyrir Bandaríkjastjórn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×