Fleiri fréttir Flugeldasalar sæki um fyrir 10. desember Frestur til að sækja um tímabundið leyfi til smásölu flugelda rennur út 10. desember. Leyfi eru veitt að uppfylltum skilyrðum ákvæða vopnalaga og gildandi reglugerðar. Ströng skilyrði eru sett um húsnæði, tryggingar og geymslu flugeldanna. Sala hefst 28. desember og má standa til 6. janúar. Meðferð flugelda er einungis heimil á því sama tímabili. 17.11.2004 00:01 Skólahald orðið eðlilegt á ný Skólahald á Suðvesturlandi var með eðlilegum hætti í morgun eftir þá ákvörðun stjórna kennarafélaga og trúnaðarmanna grunnskólakennara í gær, að mæta aftur til vinnu. 17.11.2004 00:01 Rekstur Norrænu í kröggum Rekstur ferjunnar Norrænu er í kröggum og siglilngar hennar gefa Smyril Line of lítið í aðra hönd þannig að fyrirtækið leitar nú leiða til að sameinast Fjord Line í Noregi. Frá þessu er greint í færeyska útvarpinu og staðfestir blaðafulltrúi Smyril Line að svona sé komið. Rekstur ferjunnar yrði þá væntanlega stokkaður upp og leliðakerfið endurskoðað. 17.11.2004 00:01 Viljayfirlýsing um þriðju stækkun Hitaveita Reykjavíkur og og Norðurál undirirtuðu í morgun viljayfirlýsingu um raforkuviðskipti vegna þriðju stækkunar álversins á Grundartanga, löngu áður en lokið er við stækkun númer tvö. 17.11.2004 00:01 Fara hvergi Varnarliðið hverfur ekki héðan. Svo skilja íslenskir ráðamenn orð Colins Powells, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi með Davíð Oddssyni, utanríkisráðherra í gær. 17.11.2004 00:01 Segja enn loforð hafa verið gefin Stjórnarformenn Olís og Essó halda fast í þær fullyrðingar sínar að fulltrúar Samkeppnisstofnunar hafi lofað að málinu yrði hvorki beint að einstaklingum né færi það í lögreglurannsókn. Það hafi verið forsenda þess að þeir hófu samstarf við Samkeppnistofnun um rannsókn á ólögmætu samráði olíufélaganna. 17.11.2004 00:01 Pattstaða á Dalvík Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur ekki enn getað komið sér saman um hvort hætta skuli rekstri Húsabakkaskóla eða ekki. Skiptar skoðanir eru um málið milli allra flokka í bæjarstjórn. 17.11.2004 00:01 Kjaradeila kennara að leysast Samningar í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga virðast í augsýn. Samninganefndir hafa setið á fundi hjá ríkissáttasemjara síðan klukkan níu í morgun og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur miðað vel í viðræðunum. Talið er að hugsanlega verði skrifað undir samninga í dag eða á morgun með þeim fyrirvara að þeir hljóta samþykki kennara og sveitarstjórna. 17.11.2004 00:01 Kosið sunnan Skarðsheiðar Kosið verður um sameiningu hreppanna sunnan Skarðsheiðar næsta laugardag. Þetta eru hrepparnir Innri Akraneshreppur, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur. Kjörfundir verða frá klukkan tíu til sex og fer kosning fram í félagsheimilunum Miðgarði, Heiðarborg, Hlöðum og Fannahlíð. 17.11.2004 00:01 Skíðalyfta í Breiðholti opnuð Stefnt er að því að opna skíðalyftuna í Breiðholti um fimmleytið í dag, samkvæmt upplysingum frá Íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkur en brekkan var troðin í nótt. Þá er stefnt að því að skíðalyftan í Ártúnsbrekku verði opnuð síðdegis á morgun og skíðalyftan í Grafarvogi á föstudag. 17.11.2004 00:01 Samkeppniseftirlit fær meira Ríkisstjórnin stefnir að því að stórauka framlög til samkeppniseftirlits. Þetta segir viðskiptaráðherra í svari til Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns sem spurðist á Alþingi fyrir um starfsaðstæður Samkeppnisstofnunar. Viðskiptaráðherra segir unnið að gerð lagafrumvarpa á grundvelli starfs nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. 17.11.2004 00:01 Verið að skrifa undir Samninganefnd kennara og launanefnd sveitarfélaga eru nú að skrifa undir kjarasamning til handa grunnskólakennurum. Samningurinn mun að miklu leyti byggja á þeim samningi sem kennarar höfnuðu áður en til lagasetningar kom. 17.11.2004 00:01 Snjómokstur - á annan milljarð Þegar snjó festir fara allra handa tæki af stað til að ryðja vegi, götur, stíga og plön. Vegagerðin ver milljarði króna í snjómokstur á þessu ári og Reykjavíkurborg yfir 200 milljónum. Kostnaður annarra sveitarfélaga, fyrirtækja og húsfélaga bætist svo ofan á. </font /></b /> 17.11.2004 00:01 Kærir húsnæðislán bankanna Jóhannes Valdemarsson rekstrarfræðingur hefur kært viðskiptabankana til Samkeppnisstofnunar vegna nýrra húsnæðislána sem þeir bjóða upp á. Hann telur ýmislegt í tilboðum bankanna brjóta í bága við samkeppnislög. 17.11.2004 00:01 Skóli hitaður með sorpi Varmi úr sorpbrennslustöð Skaftárhrepps er notaður til að hita upp sundlaugina og íþrótta- og skólahúsið á Kirkjubæjarklaustri. Hilmar Gunnarsson kyndari segir að allt brennanlegt sorp sem falli til í hreppnum sé nýtt til upphitunar. 17.11.2004 00:01 Bláfjöll kjörin fyrir vindmyllur Það mætti minnka uppistöðulón í vatnaflsvirkjunum framtíðarinnar með því að samreka þær með vindaflsvirkjunum. Þetta segir Hreinn Hjartarson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en á fundi Orkustofnunar í gær um um nýja möguleika til orkuöflunar var kynnt rannsókn undir hans stjórn á hugsanlegri nýtingu vindorku á landinu. 17.11.2004 00:01 Snjórinn kominn Margar smáar hendur hafa í dag og gær dregið snjósleða fram úr geymslum, en krakkar fóru þegar síðdegis í gær að hópast í helstu brekkur höfuðborgarsvæðisins, þegar snjó kyngdi niður. Í dag hafa starfsmenn íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur troðið skíðabrekkur borgarinnar og nú síðdegis var Breiðholtslyftan opnuð. 17.11.2004 00:01 Kennaradeilan leyst Skrifað verður undir nýjan samning grunnskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á næstu mínútum. Samningurinn mun fela í sér nokkra bót frá miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem 93% kennara felldu í atkvæðagreiðslu 17.11.2004 00:01 Dæmdur fyrir íkveikju Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir að kveikja í fjölbýlishúsi. Dómurinn er skilorðsbundinn. Maðurinn bjó í húsinu, sem er við Hjaltabakka í Reykjavík og taldist sannað að hann hefði hellt eldfimu lími á nokkrar geymsluhurðir í kjallara eins stigagangsins og borið eld að. 17.11.2004 00:01 Þurfa að greiða 73 milljónir Kvikmyndafyrirtækið Sögn hefur verið dæmt til að greiða Síldarvinnslunni í Neskaupstað rúmlega 73 milljónir króna í bætur vegna bruna á frystihúsi félagsins við upptökur á kvikmyndinni Hafið. 17.11.2004 00:01 Icelandair færir sig á Heathrow Afgreiðsla Icelandair á Heathrow færist til flugstöðvarbyggingar 2 í dag. Innritun farþega og afgreiðsla flugs Icelandair til og frá Heathrow flugvellinum í London færist frá flugstöðvarbyggingu 1 til flugstöðvarbyggingar 2 frá og með deginum í dag. 17.11.2004 00:01 Búið að skrifa undir Nú rétt áðan var skrifað undir kjarasamning grunnskólakennara. Samningurinn byggði að stóru leyti á þeim samningi sem kennarar höfnuðu áður en sett voru lög á kennaraverkfallið. Forsvarsmenn kennarasambandsins ætla að hvetja félagsmenn sína til þess að samþykkja samninginn, sem sé hvað sem öðru líður betri kostur en lagasetningin sem sett hafi verið. 17.11.2004 00:01 Alnæmisveira í köttum Alnæmisveira hefur fundist í íslenskum köttum. Framvegis þurfa eigendur katta sem flytja hingað til lands að framvísa vottorði um að kettirnir séu ekki með veiruna. 17.11.2004 00:01 Framkvæmdir halda áfram Framkvæmdir við nýtt hótel í Eimskipafélagshúsinu halda áfram þótt Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála hafi fellt byggingaleyfið úr gildi á föstudag. 17.11.2004 00:01 Forstjórajeppa stolið Mercedez - Bens - jeppa Stefáns Friðfinnssonar, forstjóra Íslenskra aðalverktaka, var stolið á dögunum. Um er að ræða Bens-jeppa af gerðinni ML 270 CDI með öllum græjum. "Toppbíll" eins og þeir segja í umboðinu. 17.11.2004 00:01 Samningar í höfn Kennaradeilan er leyst og var skrifað undir samning fyrir stundu. Samningurinn gildir til maíloka 2008. Laun kennara hækka um 5,5 prósent strax og þeir fá 130 þúsund króna eingreiðslu. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, vill ekki ræða heildarlaunahækkun kennara, en segir að ekki hafi verið lengra komist 17.11.2004 00:01 Arnþrúður sátt "Mér hefur aldrei liðið betur," segir Arnþrúður Karlsdóttir í samtali við DV, en hún hefur þurft að sjá á eftir öllum félögum sínum á Útvarpi Sögu og veifað til þeirra hótunum um lögregluaðgerðir í kveðjuskyni. 17.11.2004 00:01 Skrifað undir orkusamning Norðurál, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja skrifuðu undir orkusamning í dag vegna stækkunar álversins á Grundartanga, sem þá verður stærsta álver dagsins. Ef Orkuveitu Reykjavíkur tekst að útvega meiri orku stendur til að stækka álverið enn meira. Verði af þeirri stækkun fjölgar starfsmönnum álversins um hátt í þrjú hundruð. 17.11.2004 00:01 Framlög verða aukin Framlög til samkeppniseftirlits verða stóraukin í framtíðinni, þegar gerðar hafa verið skipulagsbreytingar á því. Breytingarnar verða kynntar á næstu dögum. Um áttatíu mál bíða úrlausnar hjá Samkeppnisstofnun. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður vill að rannsakað verði hvort bankar eða tryggingafélög hafi ólöglegt samráð. 17.11.2004 00:01 Kærir auglýsingar Jóhannes Valdimarsson rekstrarfræðingur hefur kært auglýsingar vegna húsnæðislána bankanna til Samkeppnisstofnunar þar sem hann segir skilyrði þeirra brjóta gegn ákvæðum samkeppnislaga. Hann segir bankana blekkja fólk vísvitandi með villandi upplýsingum án þess að Neytendasamtökin eða aðrir láti sig málið varða. 17.11.2004 00:01 Breiddi yfir haus eftir íkveikju Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kveikt í fjölbýlishúsi í Breiðholti í Reykjavík í mars árið 2003. Maðurinn kveikti í geymslum í kjallara fjölbýlishúss sem hann bjó sjálfur í. 17.11.2004 00:01 Þrjú hjól undir bílnum "Annað framdekkið undir bílnum losnaði af og skorðaðist undir brettinu í miðri Ártúnsbrekkunni," segir Eðvarð Ingi Friðriksson sem fékk lánaðan bíl hjá vini sínum og varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að aðeins urðu þrjú hjól eftir undir bílnum. Gleymst hafði að herða rærnar á einu hjólinu. 17.11.2004 00:01 Sjálfsvíg fátíð í fangelsum Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ekki hafa legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð. Ekki hafði verið framið sjálfvíg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. 17.11.2004 00:01 Þétt dagskrá sáttasemjara Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir samningaviðræður kennara og sveitarfélaganna langt frá því að vera þær erfiðustu sem hann hafi fengist við. 17.11.2004 00:01 Skólastjórar sáttir Samningur skólastjóra byggir á sama grunni og sá samningur sem samninganefnd þeirra hafði áður samþykkt, en með lagfæringum, segir Sigfús Grétarsson, formaður samninganefndar Skólastjórafélags Íslands. 17.11.2004 00:01 Kennarar fá 25 prósenta hækkun Kennarar fá tæplega 25 prósenta launahækkun í þrepum til ársins 2008 samþykki þeir kjarasamning sem samninganefndir þeirra og sveitarfélaganna rituðu undir á sjötta tímanum í gær. 17.11.2004 00:01 Vetrarfrí á Ólafsfirði Grunnskólakennarar á Ólafsfirði ætla að taka vetrarfrí. Þeim var boðin yfirvinnugreiðsla í fríinu en vilja halda fyrri áætlunum. Þeir eru ósáttir við lagasetningu á verkfall þeirra. Fríið hefst í dag og skólinn aftur á þriðjudag. 17.11.2004 00:01 Vinnumiðlun fyrir kennara Vinnumiðlun fyrir kennara, Nýtt starf ehf., er tekin til starfa og geta þeir kennarar sem vilja hætta kennslu haft samband við aðstandendur í gegnum vefsíðuna www.nyttstarf.net en verið er að móta síðuna þessa dagana. 17.11.2004 00:01 Útboð vegna bryggjuhverfis Þessa dagana fer fram útboð vegna niðurrifs húsa á Norðurbakka í Hafnarfirði og forval vegna sölu byggingarréttar. Á svæðinu mun rísa bryggjuhverfi með um 440 íbúðum á sex fjölbýlishúsalóðum og hefst uppbygging strax næsta vor. 17.11.2004 00:01 Ekki tekið á meintum lögbrotum Hugsanlegt er að meint lögbrot kennara verði látin kyrrt liggja ef kennarar samþykkja kjarasamning þann sem undirritaður var milli Kennarasambands Íslands og launanefndar sveitarfélaga síðdegis í gær. 17.11.2004 00:01 Bílaraðir í ófærðinni Þungfært var á höfuðborgarsvæðinu í snjókomunni í gærmorgun og síðdegis á þriðjudag og mynduðust stíflur vegna illa útbúinna bíla og langar bílaraðir á öllum helstu umferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu. 17.11.2004 00:01 Óljóst með samræmdu prófin Fullkomlega óljóst er hvað verður um samræmdu prófin í 10. bekk grunnskólanna í vetur. 17.11.2004 00:01 Sprengja í tryggingum fyrir hross Sprenging hefur orðið í ábyrgðartryggingum fyrir hross í sumar og haust, að sögn Brynju Tomer hjá Vátryggingafélagi Íslands. 17.11.2004 00:01 Lagaleg staða þolenda er óverjandi Það er matsatriði lögreglu hverju sinni hvort þolendur heimilisofbeldis fá réttargæslumann eða ekki. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður segir núverandi lagalega stöðu þolendanna óverjandi. Það vanti fjármagn og eftirfylgni stjórnvalda. 17.11.2004 00:01 Varnarmálin ekki í höfn Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að viðræður Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, við starfsbróðir sinn Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í gær hafi verið mikilvægar. 17.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Flugeldasalar sæki um fyrir 10. desember Frestur til að sækja um tímabundið leyfi til smásölu flugelda rennur út 10. desember. Leyfi eru veitt að uppfylltum skilyrðum ákvæða vopnalaga og gildandi reglugerðar. Ströng skilyrði eru sett um húsnæði, tryggingar og geymslu flugeldanna. Sala hefst 28. desember og má standa til 6. janúar. Meðferð flugelda er einungis heimil á því sama tímabili. 17.11.2004 00:01
Skólahald orðið eðlilegt á ný Skólahald á Suðvesturlandi var með eðlilegum hætti í morgun eftir þá ákvörðun stjórna kennarafélaga og trúnaðarmanna grunnskólakennara í gær, að mæta aftur til vinnu. 17.11.2004 00:01
Rekstur Norrænu í kröggum Rekstur ferjunnar Norrænu er í kröggum og siglilngar hennar gefa Smyril Line of lítið í aðra hönd þannig að fyrirtækið leitar nú leiða til að sameinast Fjord Line í Noregi. Frá þessu er greint í færeyska útvarpinu og staðfestir blaðafulltrúi Smyril Line að svona sé komið. Rekstur ferjunnar yrði þá væntanlega stokkaður upp og leliðakerfið endurskoðað. 17.11.2004 00:01
Viljayfirlýsing um þriðju stækkun Hitaveita Reykjavíkur og og Norðurál undirirtuðu í morgun viljayfirlýsingu um raforkuviðskipti vegna þriðju stækkunar álversins á Grundartanga, löngu áður en lokið er við stækkun númer tvö. 17.11.2004 00:01
Fara hvergi Varnarliðið hverfur ekki héðan. Svo skilja íslenskir ráðamenn orð Colins Powells, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi með Davíð Oddssyni, utanríkisráðherra í gær. 17.11.2004 00:01
Segja enn loforð hafa verið gefin Stjórnarformenn Olís og Essó halda fast í þær fullyrðingar sínar að fulltrúar Samkeppnisstofnunar hafi lofað að málinu yrði hvorki beint að einstaklingum né færi það í lögreglurannsókn. Það hafi verið forsenda þess að þeir hófu samstarf við Samkeppnistofnun um rannsókn á ólögmætu samráði olíufélaganna. 17.11.2004 00:01
Pattstaða á Dalvík Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur ekki enn getað komið sér saman um hvort hætta skuli rekstri Húsabakkaskóla eða ekki. Skiptar skoðanir eru um málið milli allra flokka í bæjarstjórn. 17.11.2004 00:01
Kjaradeila kennara að leysast Samningar í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga virðast í augsýn. Samninganefndir hafa setið á fundi hjá ríkissáttasemjara síðan klukkan níu í morgun og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur miðað vel í viðræðunum. Talið er að hugsanlega verði skrifað undir samninga í dag eða á morgun með þeim fyrirvara að þeir hljóta samþykki kennara og sveitarstjórna. 17.11.2004 00:01
Kosið sunnan Skarðsheiðar Kosið verður um sameiningu hreppanna sunnan Skarðsheiðar næsta laugardag. Þetta eru hrepparnir Innri Akraneshreppur, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur. Kjörfundir verða frá klukkan tíu til sex og fer kosning fram í félagsheimilunum Miðgarði, Heiðarborg, Hlöðum og Fannahlíð. 17.11.2004 00:01
Skíðalyfta í Breiðholti opnuð Stefnt er að því að opna skíðalyftuna í Breiðholti um fimmleytið í dag, samkvæmt upplysingum frá Íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkur en brekkan var troðin í nótt. Þá er stefnt að því að skíðalyftan í Ártúnsbrekku verði opnuð síðdegis á morgun og skíðalyftan í Grafarvogi á föstudag. 17.11.2004 00:01
Samkeppniseftirlit fær meira Ríkisstjórnin stefnir að því að stórauka framlög til samkeppniseftirlits. Þetta segir viðskiptaráðherra í svari til Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns sem spurðist á Alþingi fyrir um starfsaðstæður Samkeppnisstofnunar. Viðskiptaráðherra segir unnið að gerð lagafrumvarpa á grundvelli starfs nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. 17.11.2004 00:01
Verið að skrifa undir Samninganefnd kennara og launanefnd sveitarfélaga eru nú að skrifa undir kjarasamning til handa grunnskólakennurum. Samningurinn mun að miklu leyti byggja á þeim samningi sem kennarar höfnuðu áður en til lagasetningar kom. 17.11.2004 00:01
Snjómokstur - á annan milljarð Þegar snjó festir fara allra handa tæki af stað til að ryðja vegi, götur, stíga og plön. Vegagerðin ver milljarði króna í snjómokstur á þessu ári og Reykjavíkurborg yfir 200 milljónum. Kostnaður annarra sveitarfélaga, fyrirtækja og húsfélaga bætist svo ofan á. </font /></b /> 17.11.2004 00:01
Kærir húsnæðislán bankanna Jóhannes Valdemarsson rekstrarfræðingur hefur kært viðskiptabankana til Samkeppnisstofnunar vegna nýrra húsnæðislána sem þeir bjóða upp á. Hann telur ýmislegt í tilboðum bankanna brjóta í bága við samkeppnislög. 17.11.2004 00:01
Skóli hitaður með sorpi Varmi úr sorpbrennslustöð Skaftárhrepps er notaður til að hita upp sundlaugina og íþrótta- og skólahúsið á Kirkjubæjarklaustri. Hilmar Gunnarsson kyndari segir að allt brennanlegt sorp sem falli til í hreppnum sé nýtt til upphitunar. 17.11.2004 00:01
Bláfjöll kjörin fyrir vindmyllur Það mætti minnka uppistöðulón í vatnaflsvirkjunum framtíðarinnar með því að samreka þær með vindaflsvirkjunum. Þetta segir Hreinn Hjartarson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en á fundi Orkustofnunar í gær um um nýja möguleika til orkuöflunar var kynnt rannsókn undir hans stjórn á hugsanlegri nýtingu vindorku á landinu. 17.11.2004 00:01
Snjórinn kominn Margar smáar hendur hafa í dag og gær dregið snjósleða fram úr geymslum, en krakkar fóru þegar síðdegis í gær að hópast í helstu brekkur höfuðborgarsvæðisins, þegar snjó kyngdi niður. Í dag hafa starfsmenn íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur troðið skíðabrekkur borgarinnar og nú síðdegis var Breiðholtslyftan opnuð. 17.11.2004 00:01
Kennaradeilan leyst Skrifað verður undir nýjan samning grunnskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga á næstu mínútum. Samningurinn mun fela í sér nokkra bót frá miðlunartillögu ríkissáttasemjara sem 93% kennara felldu í atkvæðagreiðslu 17.11.2004 00:01
Dæmdur fyrir íkveikju Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir að kveikja í fjölbýlishúsi. Dómurinn er skilorðsbundinn. Maðurinn bjó í húsinu, sem er við Hjaltabakka í Reykjavík og taldist sannað að hann hefði hellt eldfimu lími á nokkrar geymsluhurðir í kjallara eins stigagangsins og borið eld að. 17.11.2004 00:01
Þurfa að greiða 73 milljónir Kvikmyndafyrirtækið Sögn hefur verið dæmt til að greiða Síldarvinnslunni í Neskaupstað rúmlega 73 milljónir króna í bætur vegna bruna á frystihúsi félagsins við upptökur á kvikmyndinni Hafið. 17.11.2004 00:01
Icelandair færir sig á Heathrow Afgreiðsla Icelandair á Heathrow færist til flugstöðvarbyggingar 2 í dag. Innritun farþega og afgreiðsla flugs Icelandair til og frá Heathrow flugvellinum í London færist frá flugstöðvarbyggingu 1 til flugstöðvarbyggingar 2 frá og með deginum í dag. 17.11.2004 00:01
Búið að skrifa undir Nú rétt áðan var skrifað undir kjarasamning grunnskólakennara. Samningurinn byggði að stóru leyti á þeim samningi sem kennarar höfnuðu áður en sett voru lög á kennaraverkfallið. Forsvarsmenn kennarasambandsins ætla að hvetja félagsmenn sína til þess að samþykkja samninginn, sem sé hvað sem öðru líður betri kostur en lagasetningin sem sett hafi verið. 17.11.2004 00:01
Alnæmisveira í köttum Alnæmisveira hefur fundist í íslenskum köttum. Framvegis þurfa eigendur katta sem flytja hingað til lands að framvísa vottorði um að kettirnir séu ekki með veiruna. 17.11.2004 00:01
Framkvæmdir halda áfram Framkvæmdir við nýtt hótel í Eimskipafélagshúsinu halda áfram þótt Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála hafi fellt byggingaleyfið úr gildi á föstudag. 17.11.2004 00:01
Forstjórajeppa stolið Mercedez - Bens - jeppa Stefáns Friðfinnssonar, forstjóra Íslenskra aðalverktaka, var stolið á dögunum. Um er að ræða Bens-jeppa af gerðinni ML 270 CDI með öllum græjum. "Toppbíll" eins og þeir segja í umboðinu. 17.11.2004 00:01
Samningar í höfn Kennaradeilan er leyst og var skrifað undir samning fyrir stundu. Samningurinn gildir til maíloka 2008. Laun kennara hækka um 5,5 prósent strax og þeir fá 130 þúsund króna eingreiðslu. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, vill ekki ræða heildarlaunahækkun kennara, en segir að ekki hafi verið lengra komist 17.11.2004 00:01
Arnþrúður sátt "Mér hefur aldrei liðið betur," segir Arnþrúður Karlsdóttir í samtali við DV, en hún hefur þurft að sjá á eftir öllum félögum sínum á Útvarpi Sögu og veifað til þeirra hótunum um lögregluaðgerðir í kveðjuskyni. 17.11.2004 00:01
Skrifað undir orkusamning Norðurál, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja skrifuðu undir orkusamning í dag vegna stækkunar álversins á Grundartanga, sem þá verður stærsta álver dagsins. Ef Orkuveitu Reykjavíkur tekst að útvega meiri orku stendur til að stækka álverið enn meira. Verði af þeirri stækkun fjölgar starfsmönnum álversins um hátt í þrjú hundruð. 17.11.2004 00:01
Framlög verða aukin Framlög til samkeppniseftirlits verða stóraukin í framtíðinni, þegar gerðar hafa verið skipulagsbreytingar á því. Breytingarnar verða kynntar á næstu dögum. Um áttatíu mál bíða úrlausnar hjá Samkeppnisstofnun. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður vill að rannsakað verði hvort bankar eða tryggingafélög hafi ólöglegt samráð. 17.11.2004 00:01
Kærir auglýsingar Jóhannes Valdimarsson rekstrarfræðingur hefur kært auglýsingar vegna húsnæðislána bankanna til Samkeppnisstofnunar þar sem hann segir skilyrði þeirra brjóta gegn ákvæðum samkeppnislaga. Hann segir bankana blekkja fólk vísvitandi með villandi upplýsingum án þess að Neytendasamtökin eða aðrir láti sig málið varða. 17.11.2004 00:01
Breiddi yfir haus eftir íkveikju Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kveikt í fjölbýlishúsi í Breiðholti í Reykjavík í mars árið 2003. Maðurinn kveikti í geymslum í kjallara fjölbýlishúss sem hann bjó sjálfur í. 17.11.2004 00:01
Þrjú hjól undir bílnum "Annað framdekkið undir bílnum losnaði af og skorðaðist undir brettinu í miðri Ártúnsbrekkunni," segir Eðvarð Ingi Friðriksson sem fékk lánaðan bíl hjá vini sínum og varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að aðeins urðu þrjú hjól eftir undir bílnum. Gleymst hafði að herða rærnar á einu hjólinu. 17.11.2004 00:01
Sjálfsvíg fátíð í fangelsum Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ekki hafa legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð. Ekki hafði verið framið sjálfvíg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. 17.11.2004 00:01
Þétt dagskrá sáttasemjara Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir samningaviðræður kennara og sveitarfélaganna langt frá því að vera þær erfiðustu sem hann hafi fengist við. 17.11.2004 00:01
Skólastjórar sáttir Samningur skólastjóra byggir á sama grunni og sá samningur sem samninganefnd þeirra hafði áður samþykkt, en með lagfæringum, segir Sigfús Grétarsson, formaður samninganefndar Skólastjórafélags Íslands. 17.11.2004 00:01
Kennarar fá 25 prósenta hækkun Kennarar fá tæplega 25 prósenta launahækkun í þrepum til ársins 2008 samþykki þeir kjarasamning sem samninganefndir þeirra og sveitarfélaganna rituðu undir á sjötta tímanum í gær. 17.11.2004 00:01
Vetrarfrí á Ólafsfirði Grunnskólakennarar á Ólafsfirði ætla að taka vetrarfrí. Þeim var boðin yfirvinnugreiðsla í fríinu en vilja halda fyrri áætlunum. Þeir eru ósáttir við lagasetningu á verkfall þeirra. Fríið hefst í dag og skólinn aftur á þriðjudag. 17.11.2004 00:01
Vinnumiðlun fyrir kennara Vinnumiðlun fyrir kennara, Nýtt starf ehf., er tekin til starfa og geta þeir kennarar sem vilja hætta kennslu haft samband við aðstandendur í gegnum vefsíðuna www.nyttstarf.net en verið er að móta síðuna þessa dagana. 17.11.2004 00:01
Útboð vegna bryggjuhverfis Þessa dagana fer fram útboð vegna niðurrifs húsa á Norðurbakka í Hafnarfirði og forval vegna sölu byggingarréttar. Á svæðinu mun rísa bryggjuhverfi með um 440 íbúðum á sex fjölbýlishúsalóðum og hefst uppbygging strax næsta vor. 17.11.2004 00:01
Ekki tekið á meintum lögbrotum Hugsanlegt er að meint lögbrot kennara verði látin kyrrt liggja ef kennarar samþykkja kjarasamning þann sem undirritaður var milli Kennarasambands Íslands og launanefndar sveitarfélaga síðdegis í gær. 17.11.2004 00:01
Bílaraðir í ófærðinni Þungfært var á höfuðborgarsvæðinu í snjókomunni í gærmorgun og síðdegis á þriðjudag og mynduðust stíflur vegna illa útbúinna bíla og langar bílaraðir á öllum helstu umferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu. 17.11.2004 00:01
Óljóst með samræmdu prófin Fullkomlega óljóst er hvað verður um samræmdu prófin í 10. bekk grunnskólanna í vetur. 17.11.2004 00:01
Sprengja í tryggingum fyrir hross Sprenging hefur orðið í ábyrgðartryggingum fyrir hross í sumar og haust, að sögn Brynju Tomer hjá Vátryggingafélagi Íslands. 17.11.2004 00:01
Lagaleg staða þolenda er óverjandi Það er matsatriði lögreglu hverju sinni hvort þolendur heimilisofbeldis fá réttargæslumann eða ekki. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður segir núverandi lagalega stöðu þolendanna óverjandi. Það vanti fjármagn og eftirfylgni stjórnvalda. 17.11.2004 00:01
Varnarmálin ekki í höfn Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að viðræður Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, við starfsbróðir sinn Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í gær hafi verið mikilvægar. 17.11.2004 00:01