Þurfa að greiða 73 milljónir 17. nóvember 2004 00:01 Kvikmyndafyrirtækið Sögn hefur verið dæmt til að greiða Síldarvinnslunni í Neskaupstað rúmlega 73 milljónir króna í bætur vegna bruna á frystihúsi félagsins við upptökur á kvikmyndinni Hafið. Kvikmyndin Hafið var tekin upp síðla árs 2001. Þann 7. desember það ár var tekið upp atriði þar sem líta átti út sem stór bygging stæði í ljósum logum. Atriðið varð hins vegar með meiri raunveruleikablæ en til stóð því byggingin, frystihús Síldarvinnslunnar, brann nánast til kaldra kola. Síldarvinnslan fór í mál, bæði við tryggingarfélag sitt Tryggingamiðstöðina, sem og Sögn ehf., en aðstandendur þess framleiddu myndina. Þar var í forsvari leikstjóri myndarinnar Baltasar Kormákur. Tryggingamiðstöðin var sýknuð af bótakröfum þar sem héraðsdómur telur sýnt að sviðsetning eldsvoða í húsnæði falli ekki undir eðlilega starfsemi og tjónahættu og því hefði þurft að tilkynna Tryggingamiðstöðinni slíkt sérstaklega áður, svo tryggingin héldi gildi sínu. Dómurinn telur hins vegar að ábyrgðin liggi hjá kvikmyndafyrirtækinu Sögn. Í dóminum kemur fram að mjög hvasst var kvöldið sem eldsvoðaatriðið var tekið upp. Vitnum sem kom fyrir dóminn kom þó engan veginn saman um hvenær vind hefði lægt og hversu mikið. Í dóminum segir að ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafi verið óvarleg og gáleysisleg og að forsvarsmenn kvikmyndafyrirtækisins beri ábyrgði á þeirri ákvörðun. Yfirgnæfandi líkur þykja á að bruninn hafi orðið vegna óhagstæðra veðurskilyrða sem hefði þar af leiðandi mátt koma í veg fyrir. Dómurinn dæmir Sögn ehf. því til að greiða Síldarvinnslunni 73 milljónir og 400 þúsund krónur í skaðabætur. Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækið Sögn hefur verið dæmt til að greiða Síldarvinnslunni í Neskaupstað rúmlega 73 milljónir króna í bætur vegna bruna á frystihúsi félagsins við upptökur á kvikmyndinni Hafið. Kvikmyndin Hafið var tekin upp síðla árs 2001. Þann 7. desember það ár var tekið upp atriði þar sem líta átti út sem stór bygging stæði í ljósum logum. Atriðið varð hins vegar með meiri raunveruleikablæ en til stóð því byggingin, frystihús Síldarvinnslunnar, brann nánast til kaldra kola. Síldarvinnslan fór í mál, bæði við tryggingarfélag sitt Tryggingamiðstöðina, sem og Sögn ehf., en aðstandendur þess framleiddu myndina. Þar var í forsvari leikstjóri myndarinnar Baltasar Kormákur. Tryggingamiðstöðin var sýknuð af bótakröfum þar sem héraðsdómur telur sýnt að sviðsetning eldsvoða í húsnæði falli ekki undir eðlilega starfsemi og tjónahættu og því hefði þurft að tilkynna Tryggingamiðstöðinni slíkt sérstaklega áður, svo tryggingin héldi gildi sínu. Dómurinn telur hins vegar að ábyrgðin liggi hjá kvikmyndafyrirtækinu Sögn. Í dóminum kemur fram að mjög hvasst var kvöldið sem eldsvoðaatriðið var tekið upp. Vitnum sem kom fyrir dóminn kom þó engan veginn saman um hvenær vind hefði lægt og hversu mikið. Í dóminum segir að ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafi verið óvarleg og gáleysisleg og að forsvarsmenn kvikmyndafyrirtækisins beri ábyrgði á þeirri ákvörðun. Yfirgnæfandi líkur þykja á að bruninn hafi orðið vegna óhagstæðra veðurskilyrða sem hefði þar af leiðandi mátt koma í veg fyrir. Dómurinn dæmir Sögn ehf. því til að greiða Síldarvinnslunni 73 milljónir og 400 þúsund krónur í skaðabætur.
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira