Pattstaða á Dalvík 17. nóvember 2004 00:01 Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur ekki enn getað komið sér saman um hvort hætta skuli rekstri Húsabakkaskóla eða ekki. Skiptar skoðanir eru um málið milli allra flokka í bæjarstjórn. Fyrir fund bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar í gær lá fyrir að taka ákvörðun um framtíð Húsabakkaskóla. Fulltrúar Sjálfsstæðisflokks leggja til að hann verði sameinaður Dalvíkurskóla og benda á að einungis sex kílómetrar skilji skólana að. Framsóknarmenn sem eru með þeim í meirihluta bæjarstjórnar hafa viljað skoða málið betur. Svanhildur Árnadóttir, Sjálfsstæðisflokki, er forseti bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar og segir hún enga niðurstöðu hafa komið fram. Þrjár tillögur hafi verið lagðar fram og þær hafi allar verið felldar. Sjálfsstæðismenn lögðu sem sagt til að Húsabakkaskóli yrði sameinaður Dalvíkurskóla skólaárið 2005-2006 og að kennsla myndi öll fara fram í Dalvíkurskóla. Framsóknarmenn lögðu til að stofnaður yrði 3ja manna vinnuhópur til að skoða málið sem skila ætti tillögum um málið 31. mars næstkomandi. I-listi lagði hins vegar til að Húsabakkaskóli yrði starfræktur áfram um ókomna tíð. Þar að auki lágu fyrir fund bæjarstjórnar annars vegar um að bæjaryfirvöld ákveddu áframhaldandi rekstur og stofnuðu breiðan vinnuhóp um framtíðarstefnu og uppbyggingu skólans og hins vegar tillaga um að framkvæmd verði athugun á hagræðingu af sameining skólanna tveggja. Engin þessarra fimm tillagna hlaut brautargengi þannig að óhætt er að segja að bæjarfulltrúar hafi ekki getað komið sér saman um neitt í tengslum við að ákveða framtíð Húsabakkaskóla. Svanhildur segir algera pattstöðu ríkja núna og næsta skref sé að menn ræði saman og reyni að komast að einhverri niðurstöðu. Svanhildur segist ekki geta sagt til um hvort þetta mál verði til þess að meirihlutinn springi, en ljóst sé að ágreiningur hafi verið á milli samstarfsflokkana. Annað kvöld verður opinn fundur um skólamál í Dalvíkurbyggð, á vegum Framfarafélags Dalvíkurbyggðar. Segir í tilkynningu að fundurinn sé haldinn í framhaldi þeirra miklu umræðna og átaka sem staðið hafa undanfarið um skólamál á svæðinu. Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur ekki enn getað komið sér saman um hvort hætta skuli rekstri Húsabakkaskóla eða ekki. Skiptar skoðanir eru um málið milli allra flokka í bæjarstjórn. Fyrir fund bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar í gær lá fyrir að taka ákvörðun um framtíð Húsabakkaskóla. Fulltrúar Sjálfsstæðisflokks leggja til að hann verði sameinaður Dalvíkurskóla og benda á að einungis sex kílómetrar skilji skólana að. Framsóknarmenn sem eru með þeim í meirihluta bæjarstjórnar hafa viljað skoða málið betur. Svanhildur Árnadóttir, Sjálfsstæðisflokki, er forseti bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar og segir hún enga niðurstöðu hafa komið fram. Þrjár tillögur hafi verið lagðar fram og þær hafi allar verið felldar. Sjálfsstæðismenn lögðu sem sagt til að Húsabakkaskóli yrði sameinaður Dalvíkurskóla skólaárið 2005-2006 og að kennsla myndi öll fara fram í Dalvíkurskóla. Framsóknarmenn lögðu til að stofnaður yrði 3ja manna vinnuhópur til að skoða málið sem skila ætti tillögum um málið 31. mars næstkomandi. I-listi lagði hins vegar til að Húsabakkaskóli yrði starfræktur áfram um ókomna tíð. Þar að auki lágu fyrir fund bæjarstjórnar annars vegar um að bæjaryfirvöld ákveddu áframhaldandi rekstur og stofnuðu breiðan vinnuhóp um framtíðarstefnu og uppbyggingu skólans og hins vegar tillaga um að framkvæmd verði athugun á hagræðingu af sameining skólanna tveggja. Engin þessarra fimm tillagna hlaut brautargengi þannig að óhætt er að segja að bæjarfulltrúar hafi ekki getað komið sér saman um neitt í tengslum við að ákveða framtíð Húsabakkaskóla. Svanhildur segir algera pattstöðu ríkja núna og næsta skref sé að menn ræði saman og reyni að komast að einhverri niðurstöðu. Svanhildur segist ekki geta sagt til um hvort þetta mál verði til þess að meirihlutinn springi, en ljóst sé að ágreiningur hafi verið á milli samstarfsflokkana. Annað kvöld verður opinn fundur um skólamál í Dalvíkurbyggð, á vegum Framfarafélags Dalvíkurbyggðar. Segir í tilkynningu að fundurinn sé haldinn í framhaldi þeirra miklu umræðna og átaka sem staðið hafa undanfarið um skólamál á svæðinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira