Innlent

Framkvæmdir halda áfram

Framkvæmdir við nýtt hótel í Eimskipafélagshúsinu halda áfram þótt Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála hafi fellt byggingaleyfið úr gildi á föstudag. Úrskurðanefndin taldi að ekki hefði verið farið að lögum við útgáfu leyfisins sem var gefið út þann fimmtánda október. Ekki hefur náðst í Magnús Sædal byggingafulltrúa í dag. Nágrannar hótelsins sem kærðu framkvæmdina kölluðu til lögreglu um helgina og gerðu athugasemdir við að enn væri unnið í húsinu. Hilmar Foss talsmaður eigenda segir að þeir hafi ekkert á móti því að það verði hótel í húsinu, það sé hinsvegar brotið á lögvörðum rétti þeirra til að tjá sig um þær hliðar sem snúi að þeim. Þá hafi komið í ljós að borgaryfirvöld hafi til umfjöllunar skipulagshugmyndir sem gerðar hafi verið opinberar, að bæði húsin þeirra, Hafnarstræti níu og ellefu hafi verið fjarlægð af teikningum. Af því megi ráða að borgaryfirvöld hyggist rífa húsin til að búa til huggulegt torg fyrir framan hótelið en það hafi ekki verið rætt við eigendur og íbúa hússins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×