Innlent

Dæmdur fyrir íkveikju

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á fertugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir að kveikja í fjölbýlishúsi. Dómurinn er skilorðsbundinn. Maðurinn bjó í húsinu, sem er við Hjaltabakka í Reykjavík og taldist sannað að hann hefði hellt eldfimu lími á nokkrar geymsluhurðir í kjallara eins stigagangsins og borið eld að. Dómurinn taldi brot hans stórlega vítavert, en rétt væri að skilorðsbinda refsinguna engu að síður. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða allan málskostnað og rúmlega 330 þúsund krónur í bætur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×