Innlent

Skóli hitaður með sorpi

Varmi úr sorpbrennslustöð Skaftárhrepps er notaður til að hita upp sundlaugina og íþrótta- og skólahúsið á Kirkjubæjarklaustri. Hilmar Gunnarsson kyndari segir að allt brennanlegt sorp sem falli til í hreppnum sé nýtt til upphitunar. Hann segir að þetta sé ekki enn farið að borga sig fyrir sveitarfélagið þar sem olían sé ódýrari. Hins vegar sé þetta mun umhverfisvænni upphitunaraðferð. Hilmar segir að urðunarstaður hreppsins hafi verið að fyllast og því hafi þurft að velja á milli brennslunnar og nýs urðunarstaðar. "Við töldum réttara að brenna sorpið og nýta það á þennan hátt þrátt fyrir að það væri dýrara," segir Hilmar. "Urðun er örugglega á útleið því að þetta er mikilvægt umhverfisspursmál." Hann segir að Skaftárhreppur geri sér voni um að fá greidd endurnýtingargjöld úr ríkissjóði ef brennslan fáist viðurkennd sem endurnýting. Ef það takist muni rekstur sorpbrennslustöðvarinnar borga sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×