Bláfjöll kjörin fyrir vindmyllur 17. nóvember 2004 00:01 Það mætti minnka uppistöðulón í vatnaflsvirkjunum framtíðarinnar með því að samreka þær með vindaflsvirkjunum. Þetta segir Hreinn Hjartarson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en á fundi Orkustofnunar í gær um um nýja möguleika til orkuöflunar var kynnt rannsókn undir hans stjórn á hugsanlegri nýtingu vindorku á landinu. Rannsóknum á Suður- og Vesturland er lokið og á næstunni verður unnið að því að klára verkið allt í kringum landið. Hreinn segir að stærstu tegundir vindmylla séu sextíu metra háar með um þrjátíu til fjörutíu metra löngum spöðum. "Þetta eru mikil mannvirki," segir Hreinn. "Þetta er í líkingu við að setja spaða á Hallgrímskirkjuturn. Þess vegna yrði mikil sjónmengun af þessu og því má reikna með að þetta yrði umdeilt." Hann segir Bláfjallasvæðið tilvalið fyrir vindmyllur miðað við niðurstöðu Veðurstofunnar. Einnig sé slétt undirlendi Suðurlands kjörið vindmyllusvæði. Það sé jafnvel hentugra en Bláfjöllin vegna hættu á ísingu þegar ofar kemur í landið. Ein vindmylla af stærstu gerð framleiðir um eitt og hálft megavatt. Til samanburðar framleiðir Kröfluvirkjun um 60 til 70 megavött. Hreinn segir að jafnan séu reistar nokkrar vindmyllur saman til að auka framleiðsluna. Vindorka er hins vegar óáreiðanleg og því segir Hreinn að það sé árennilegast að reka vatnsaflsvirkjun og vindaflsvirkjun saman til að auka öryggi framleiðslunar. Þá sé helst að treysta á vindorku á veturna þegar lítið sé í uppistöðulónum og framleiðsla vatnsaflsvirkjana er í lágmarki. Auk þess sé hægt að framleiða virkjanir með minni uppistöðulónum ef þær eru samreknar með vindaflsvirkjunum. Þannig megi draga úr áhrifum á náttúruna á viðkvæmum svæðum. Hreinn segir að tækni í nýtingu vindorku þróist hratt um þessar mundir og hún verði sífellt hagkvæmari. Hann býst því við nokkurri eftirspurn eftir vindmyllum þegar rannsókninni lýkur. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Það mætti minnka uppistöðulón í vatnaflsvirkjunum framtíðarinnar með því að samreka þær með vindaflsvirkjunum. Þetta segir Hreinn Hjartarson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en á fundi Orkustofnunar í gær um um nýja möguleika til orkuöflunar var kynnt rannsókn undir hans stjórn á hugsanlegri nýtingu vindorku á landinu. Rannsóknum á Suður- og Vesturland er lokið og á næstunni verður unnið að því að klára verkið allt í kringum landið. Hreinn segir að stærstu tegundir vindmylla séu sextíu metra háar með um þrjátíu til fjörutíu metra löngum spöðum. "Þetta eru mikil mannvirki," segir Hreinn. "Þetta er í líkingu við að setja spaða á Hallgrímskirkjuturn. Þess vegna yrði mikil sjónmengun af þessu og því má reikna með að þetta yrði umdeilt." Hann segir Bláfjallasvæðið tilvalið fyrir vindmyllur miðað við niðurstöðu Veðurstofunnar. Einnig sé slétt undirlendi Suðurlands kjörið vindmyllusvæði. Það sé jafnvel hentugra en Bláfjöllin vegna hættu á ísingu þegar ofar kemur í landið. Ein vindmylla af stærstu gerð framleiðir um eitt og hálft megavatt. Til samanburðar framleiðir Kröfluvirkjun um 60 til 70 megavött. Hreinn segir að jafnan séu reistar nokkrar vindmyllur saman til að auka framleiðsluna. Vindorka er hins vegar óáreiðanleg og því segir Hreinn að það sé árennilegast að reka vatnsaflsvirkjun og vindaflsvirkjun saman til að auka öryggi framleiðslunar. Þá sé helst að treysta á vindorku á veturna þegar lítið sé í uppistöðulónum og framleiðsla vatnsaflsvirkjana er í lágmarki. Auk þess sé hægt að framleiða virkjanir með minni uppistöðulónum ef þær eru samreknar með vindaflsvirkjunum. Þannig megi draga úr áhrifum á náttúruna á viðkvæmum svæðum. Hreinn segir að tækni í nýtingu vindorku þróist hratt um þessar mundir og hún verði sífellt hagkvæmari. Hann býst því við nokkurri eftirspurn eftir vindmyllum þegar rannsókninni lýkur.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira