Innlent

Forstjórajeppa stolið

Mercedez - Bens - jeppa Stefáns Friðfinnssonar, forstjóra Íslenskra aðalverktaka, var stolið á dögunum. Um er að ræða Bens-jeppa af gerðinni ML 270 CDI með öllum græjum. "Toppbíll" eins og þeir segja í umboðinu. Forstjóranum og fjölskyldu hans var skiljanlega brugðið og Stefáni sjálfum ekki síst því í bílnum var bensínkort merkt handhafa sem hver getur notað að vild ef í kemst. Huggun var þó harmi gegn að forstjórajeppi Stefáns gengur fyrir díselolíu og það er ódýrara en bensín eins og allir vita. Samkvæmt heimildum DV fannst jeppinn von bráðar og þá fyrir tilstilli eldsneytiskortsins sem bílþjófurinn var að nota á bensínstöð í Kópavogi. Er jeppinn nú aftur komin í hendur forstjórans sem er sæll og glaður yfir því að hafa endurheimt fákinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×