Kennarar fá 25 prósenta hækkun 17. nóvember 2004 00:01 Kennarar fá tæplega 25 prósenta launahækkun í þrepum til ársins 2008 samþykki þeir kjarasamning sem samninganefndir þeirra og sveitarfélaganna rituðu undir á sjötta tímanum í gær. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, áætlar að samningurinn hækki launakostnað sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara um þrjá milljarða út samningstímann: "Þetta eru dýrir samningar en þess virði." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna í viðræðunum, segir samninganefndirnar hafa verið orðnar illa knúnar til að ná samningi. Lög Alþingis hafi beygt báðar nefndirnar til að finna lausn sem þær gætu unað við: "Ég tel að við séum hér á tæpasta vaði en vonast samt til að þetta gangi." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að horft hafi verið á þau atriði sem mest óánægja stóð um í miðlunartillögu ríkissáttasemjara og agnúarnir sniðnir af. Hann segir að yngstu kennararnir geti betur sæst við sinn hlut en miðlunartillagan hafi boðið. Kennarar haldi einnig óbreyttum verkstjórnartíma skólastjórnenda frá tillögunni. Það megi túlka sem sigur út frá þeim forsendum að staðan hafi verið þröng: "Við teljum að samningurinn sé líklegri til að skapa okkur tækifæri í framtíðinni heldur en að fá dóm á þeim forsendum sem þar voru." Unnur Kristjánsdóttir situr í samninganefnd kennara. Hún segir stöðu kennara á aldrinum 55 til 60 ára leiðrétta frá síðasta kjarasamningi: "Núna loksins í þessari síðustu útgáfu samningsins eru réttindin komin til baka eins og þau voru fyrir síðasta kjarasamning. Þetta fólk er mikið betur statt með nýjum samningi," segir Unnur: "Ég geri fastlega ráð fyrir að hann sé mikið skárri en ef farið væri fyrir gerðardóm." Samningurinn fer í kynningu. Kennarar sem og launanefndin eiga eftir að kjósa um hann. Birgi Björn segir segir afstöðu launanefndarinnar til samningsins ekki liggja fyrir: "Samninganefndin hér undirritar þetta í þeirri trú að niðurstaðan sé ásættanleg fyrir sveitarfélögin." Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Kennarar fá tæplega 25 prósenta launahækkun í þrepum til ársins 2008 samþykki þeir kjarasamning sem samninganefndir þeirra og sveitarfélaganna rituðu undir á sjötta tímanum í gær. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, áætlar að samningurinn hækki launakostnað sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara um þrjá milljarða út samningstímann: "Þetta eru dýrir samningar en þess virði." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna í viðræðunum, segir samninganefndirnar hafa verið orðnar illa knúnar til að ná samningi. Lög Alþingis hafi beygt báðar nefndirnar til að finna lausn sem þær gætu unað við: "Ég tel að við séum hér á tæpasta vaði en vonast samt til að þetta gangi." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að horft hafi verið á þau atriði sem mest óánægja stóð um í miðlunartillögu ríkissáttasemjara og agnúarnir sniðnir af. Hann segir að yngstu kennararnir geti betur sæst við sinn hlut en miðlunartillagan hafi boðið. Kennarar haldi einnig óbreyttum verkstjórnartíma skólastjórnenda frá tillögunni. Það megi túlka sem sigur út frá þeim forsendum að staðan hafi verið þröng: "Við teljum að samningurinn sé líklegri til að skapa okkur tækifæri í framtíðinni heldur en að fá dóm á þeim forsendum sem þar voru." Unnur Kristjánsdóttir situr í samninganefnd kennara. Hún segir stöðu kennara á aldrinum 55 til 60 ára leiðrétta frá síðasta kjarasamningi: "Núna loksins í þessari síðustu útgáfu samningsins eru réttindin komin til baka eins og þau voru fyrir síðasta kjarasamning. Þetta fólk er mikið betur statt með nýjum samningi," segir Unnur: "Ég geri fastlega ráð fyrir að hann sé mikið skárri en ef farið væri fyrir gerðardóm." Samningurinn fer í kynningu. Kennarar sem og launanefndin eiga eftir að kjósa um hann. Birgi Björn segir segir afstöðu launanefndarinnar til samningsins ekki liggja fyrir: "Samninganefndin hér undirritar þetta í þeirri trú að niðurstaðan sé ásættanleg fyrir sveitarfélögin."
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira