Fleiri fréttir Allur gangur á skólahaldi Allur gangur virðist vera á skólahaldi í dag, vegna fjarvista kennara, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en víða í strjálbýlinu er það með eðlilegum hætti. Sumstaðar er engin kennsla, annarsstaðar er aðeins yngstu bekkjunum kennt, sumstaðar er einskonar gæsla fyrir yngstu börnin þar sem kennara vantar og enn annarsstaðar er sumum bekkjum kennt, en öðrum ekki. 16.11.2004 00:01 Ráðlagt að selja Íslandsbanka ekki Stjórn norska BN-bankans ráðlagði eigendum bankans í gær að selja Íslandsbanka ekki hlut sinn að svo stöddu, þar sem búast mætti við nýjum kaupendum í dag sem byðu jafnvel betur en Íslandsbanki. Íslandsbanki, sem þegar á verulegan hlut í bankanum gerði í gær tilboð í öll hlutabréf bankans á 25 prósenta hærra verði en meðalgengi bankans hefur verið í hálft ár. 16.11.2004 00:01 Hross varð fyrir bíl Hross drapst þegar það varð fyrir bíl á Mýrum í Austur Skaftafellssýslu í gærkvöldi. Tveir menn, sem voru í bílnum sluppu ómeiddir, en bíllinn, sem er jepplingur, skemmdist mikið og er óökufær. Slæmt skyggni var á þessum slóðum þegar slysið varð og sá ökumaður hrossið ekki í tæka tíð. 16.11.2004 00:01 Bátur tekinn í tog Sjómaður, sem var einn á nýjum hraðfiskibáti undan Skarðsfjöru á Suðurströndinni, bað um aðstoð undir miðnætti, þar sem vélbúnaður bilaði og bátinn, sem heitir Stella NK, rak í átt til lands. 16.11.2004 00:01 Skammtímasamningur í bígerð Samninganefnd leikskólakennara ákvað í gærkvöldi að efna ekki til allsherjaratkvæðagreiðslu um um boðun verkfalls í janúar. Þess í stað verði leitað eftir skammtímasamningi við við Launanefnd sveitarfélaga, en beðið verði eftir niðurstöðu gerðardóms um kjör grunnskólakennara. 16.11.2004 00:01 Mótmæla tvöföldu siðgæði Í ályktun fjölmenns fundar í Sjúkaraliðafélagi Íslands í gærkvöldi er mótmælt tvöföldu siðgæði ráðherra og þingmanna, sem ítrekað taki við launahækkunum og líferyisréttindum, sem séu í engu samræmi við þau kjör sem almenningi er ætlað að sætta sig við. 16.11.2004 00:01 Ólga meðal foreldra Allur gangur er á skólahaldi í dag, vegna fjarvista kennara, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en víða í strjálbýlinu er það með eðlilegum hætti. Sumstaðar er engin kennsla, annarsstaðar er aðeins yngstu bekkjunum kennt, sumstaðar er einskonar gæsla fyrir yngstu börnin þar sem kennara vantar og enn annarsstaðar er sumum bekkjum kennt, en öðrum ekki. 16.11.2004 00:01 Kettir þurfa alnæmisvottorð Alnæmisveira hefur fundist í íslenskum köttum og þarf framvegis að framvísa alnæmisvottorðum með köttum, sem fluttir eru til landsins. Veiran fannst fyrir tæpum þremur árum þegar Hrund Holm og fleilri voru að gera lokaverkefni í dýralækningum og tóku sýni úr rúmlega hundrað köttum, aðallega villiköttum eða útigangsköttum. 16.11.2004 00:01 Ættingjar Danans komnir Ættingjar danska mannsins sem lést eftir hnefahögg á knæpu í Keflavík um helgina eru komnir til landsins til að flytja lík hans heim. Bráðabirgðaniðurstaða liggur fyrir eftir krufningu sem framkvæmd var á Landspítalanum í gær. Ákæra verður gefin út á næstu vikum að sögn fulltrúa sýslumanns í Reykjanesbæ 16.11.2004 00:01 Áshreppur sýknaður Byggðasamlag Húnavallaskóla og Áshreppur voru sýknuð af kröfu móður heyrnarskertrar stúlku um greiðslu kostnaðar vegna búsetu í Reykjavík, sem nauðsynleg var vegna fötlunar stúlkunnar. 16.11.2004 00:01 Sigurður og Hallgrímur hættir Hallgrímur Thorsteinsson og Sigurður G. Tómasson hafa yfirgefið Útvarp Sögu, þar sem þeir telja að Arnþrúður Karlsdóttir hafi ekki staðið við gerða samnniga við sig. Arnþrúður segist sjálf undirbúa kæru á hendur þeim Sigurði og Hallgrími. 16.11.2004 00:01 Lést af völdum heilablæðingar Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki Flemming Tolstrup sem lést í Keflavík s.l. laugardag er sú að hann hafi látist af völdum heilablæðingar sem hafi orsakast við högg á hægri kjálka. Lík hans var krufið á Landspítalanum í gær. Ættingjar Flemmings eru komnir til landsins til að flytja lík hans heim til Danmerkur. 16.11.2004 00:01 Vinnumiðlun kennara stofnuð Í dag var formlega stofnað til vinnumiðlunar kennara, sem mun þjónusta þá kennara sem ekki hafa lengur áhuga á því að starfa við kennslu á Íslandi. Vinnumiðlunin hefur hlotið nafnið Nýtt starf ehf. 16.11.2004 00:01 Kaupmáttur eykst Regluleg laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað að meðaltali um 4,9 prósent frá því á sama tíma á síðasta ári. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 3.6% þannig að kaupmáttur launa jókst að meðaltali um 1,3 prósent. Laun kvenna hækkuðu meira en karla og laun utan höfuðborgarsvæðisins hækkuðu meira. 16.11.2004 00:01 Steinunn formlega ráðin Formleg ráðning Steinunnar V Óskarsdóttur, sem borgarstjóra Reykjavíkur, var lögð fyrir borgarstjórnarfund sem hófst klukkan tvö. Samþykkt þessa efnis var afgreidd úr borgaráði og kemur því til afgreiðslu borgarstjórnar sem fyrsta mál á dagskrá og hefur sennilega verið afgreidd núna. 16.11.2004 00:01 Lýsa yfir áhyggjum Bæjarfulltrúar í Hafnarfirði sendu frá sér ályktun í dag, þar sem lýst er yfir verulegum áhyggjum af þeirri stöðu sem er uppi í grunnskólum Hafnarfjarðar. Bæjarfulltrúar leggja ríka áherslu á, að skólastarf komist strax í fyrramálið í eðlilegt horf, með hagsmuni nemenda, foreldra, kennara og skólasamfélagsins alls að leiðarljósi. 16.11.2004 00:01 Færð að versna Færð er nú tekin að versna allverulega í kringum höfuðborgarsvæðið. Snjó kyngir niður og samkvæmt upplýsingum frá gestum í litlu kaffistofunni var mjög blint á leið úr borginni og uppeftir. Vanur bílstjóri sem var að koma að austan segir skafa mikið á hellisheiðinni en vel sé fært. 16.11.2004 00:01 Bannað að banna malarnámið Umhverfisráðuneytið hefur heimilað að nýju malarvinnslu á fjallsbrún Ingólfsfjalls sem Skipulagsstofnun hafði í byrjun september kveðið á um að væri óheimil meðan umhverfismats væri beðið. 16.11.2004 00:01 Segir göngin geðveiki "Mér finnst þetta vera geðveiki. Ég hef einu sinni farið til Vestmannaeyja og ef mig langaði óskaplega aftur þá gæti ég alveg eins flogið eða tekið ferju," segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, tónlistarmaður, einnig þekktur sem Dr. Gunni. 16.11.2004 00:01 Neyðarlínan vill vita um símana Neyðarlínan leggur áherslu á að fyrirtækjum sem hyggjast bjóða símaþjónustu sem byggir á internettækni (IP símar) verði gert að hafa innbyggða staðarákvörðun í símkerfi sín. 16.11.2004 00:01 Nýr stjóri hjá NAMMCO Samkvæmt ákvörðun stjórnar tekur Dr. Christina Lockyer við sem nýr framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO) með aðsetur í Tromsö í Noregi í mars næstkomandi. 16.11.2004 00:01 Mismikil hækkun launa Kaupmáttur launa hefur aukist að meðaltali um 1,3 prósent frá því á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Í tilkynningu kjararannsóknarnefndar kemur fram að laun á almennum vinnumarkaði hafi hækkað að meðaltali um 4,9 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2003. 16.11.2004 00:01 Alcoa reisir rafskautaverksmiðju Alþjóðlega álfyrirtækið Alcoa hyggst reisa rafskautaverksmiðju í bænum Mosjoen í Noregi, þar sem meðal annars verður framleitt rafskaut fyrir Fjarðaál. Verksmiðjan verður sameiginlega í eigu Alcoa og norska málmfyrirtækisins Elkem og nemur heildarfjárfestingin rúmlega 21 milljarði íslenskra króna. 16.11.2004 00:01 Áhyggjur á Alþingi Nýleg skoðanakönnun Gallups um afstöðu Íslendinga til flótamanna og málefna útlendinga varð tilefni til utandagskrárumræðna á Alþingi í gær. 16.11.2004 00:01 Ísland ber ábyrgð á stríðsglæpum Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak. 16.11.2004 00:01 Ætlaði aftur á staðinn Danski hermaðurinn sem lést á veitingahúsi á laugardagskvöld, lést af völdum heilablæðingar, vegna hnefahöggs efst við kjálkabarð. Þegar sá sem höggið veitti frétti hversu alvarlegar afleiðingar þess voru, ætlaði hann aftur á vettvang, en lögreglan handtók hann við heimili hans. 16.11.2004 00:01 Kyoto leyfir 1 álver Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra telur að pláss sé fyrir eitt nýtt 300 þúsund tonna álver eða eina stækkun núverandi álvera ef öll heimild Íslands til aukningar losunar koltvíseyrings verði nýtt í stóriðju samkvæmt Kyoto-samningnum. 16.11.2004 00:01 Staða ríkislögreglustjóra óæskileg Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur aðeins mannafla til að vinna að rannsókn mála sem berast henni með kærum en getur ekki hafið rannsókn mála að eigin frumkvæði. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. 16.11.2004 00:01 Davíð ræði Kyoto við Powell Náttúruverndarsamtök Íslands skoruðu á Davíð Oddsson utanríkisráðherra að ræða skýrslu vísindamanna um loftslagsbreytingar á norðurslóðum við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi þeirra í gær. 16.11.2004 00:01 Vill hærri tekjur af álveri Tekjur Hafnarfjarðarbæjar myndu næstum tvöfaldast ef álver Alcan í Straumsvík greiddi fasteignagjöld og lóðaleigu í stað framleiðslugjalds eins og það gerir nú. Áætlaðar greiðslur Alcan til bæjarins á þessu ári eru 93 milljónir króna en yrðu 174 milljónir með breyttum skattgreiðslum. 16.11.2004 00:01 Hnökkum stolið Fullum pappakassa af nýjum reiðhnökkum var stolið við vegamót að býlinu Króki í Ásahreppi síðdegis í fyrradag. Flutningabílstjóri skildi kassann eftir við vegamótin en hann var horfinn þegar eigandi kassans ætlaði að nálgast hann skömmu síðar. 16.11.2004 00:01 Davíð og Powell funda Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, situr nú á lokuðum fundi í bandaríska utanríkisráðuneytinu með Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem þeir ræða framtíð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. 16.11.2004 00:01 Óvissa annan daginn í röð Starfsemi grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu var í uppnámi annan daginn í röð. Einungis var full kennsla í 7 skólum af 34. Aðeins helmingur kennara sá sér fært að mæta til vinnu, en þeir eru sagðir verða fyrir þrýstingi og áreiti af hálfu hinna, sem heima sátu. 16.11.2004 00:01 Þrýstingurinn eykst Enn eykst þrýstingurinn á samninganefndir sveitarfélaga og kennara um að þær nái samningum. Kennarar búast við fjöldauppsögnum, komi til þess að gerðardómur ákvarði kaup þeirra og kjör. 16.11.2004 00:01 Tugir hafa sagt upp Tugir grunnskólakennara hafa sagt upp störfum í dag. Sérstök vinnumiðlun kennara hefur verið stofnuð og fjöldi hefur þegar skráð sig, þótt starfsemin sé ekki formlega hafin. 16.11.2004 00:01 Vanvirðing við Alþingi Ríkisstjórnin var sökuð um að sýna Alþingi lítilsvirðingu þegar formaður Samfylkingarinnar mælti fyrir þingsályktunartillögu um að Ísland drægi stuðning sinn við Íraksstríðið til baka. Enginn ráðherra var viðstaddur. 16.11.2004 00:01 Stjórnvöld sofandi? Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður spurði á Alþingi í dag hvort íslensk stjórnvöld flytu sofandi að feigðarósi í málefnum útlendinga. Hún var málshefjandi í utandagskrárumræðum um niðurstöður nýrrar könnunar um viðhorf til útlendinga. 16.11.2004 00:01 Enginn samningur við Esso Forstjóri Samkeppnisstofnunar vísar því algjörlega á bug að samkomulag hafi verið gert við Essó við rannsókn samráðsmálsins. Hann segir ummæli stjórnarformanns Essó um annað, ranga. 16.11.2004 00:01 Stórt skref í átt að áframhaldi Davíð Oddsson segir stórt skref hafa verið stigið í þá átt að varnarliðið í Keflavík verði áfram hér á landi á fundi hans og Colin Powell, sem lauk í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna fyrir stundu. 16.11.2004 00:01 Allt í lagi í stað „okey" Silja Aðalsteinsdóttir hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í dag, á Degi íslenskrar tungu. Og Pétur Pétursson þulur færði þjóðinni gjöf í tilefni dagsins. Hann ætlar ásamt fleirum að heimsækja leikskóla og kenna börnum að segja „allt í lagi" í stað „ókei". 16.11.2004 00:01 Uppsagnir kennara Fimm af níu kennurum grunnskólans á Hólmavík hafa sagt upp störfum sem og allir fimmtán kennarar grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Skólastjórar skólanna segja að líta megi á uppsagnirnar sem þrýstiaðgerðir. Kennurum sé þó full alvara. 16.11.2004 00:01 Stefnt á samninga í dag Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu hafa leitað sameiginlegrar lausnar á deilu kennara og sveitarfélaganna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs segir að reynt verði til þrautar að semja í dag: "Hvort tekst að semja er ekki hægt að segja til um fyrir fram. Ef ekki semst gerist ekki annað en að það verður einn dagur enn." 16.11.2004 00:01 Angólsk kona í fangelsi Angólsk kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir þrjú skjalafalsbrot. 16.11.2004 00:01 Bruninn kostaði 73 milljónir Kvikmyndafyrirtækið Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. 16.11.2004 00:01 Strokufangi áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir nítján ára pilti, sem ákærður er fyrir vopnað rán í Hringbrautarapóteki í byrjun september, hefur verið framlengt þar til dómur fellur en þó ekki lengur en til 4. janúar. Aðalmeðferð í málinu verður í lok mánaðarins. 16.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Allur gangur á skólahaldi Allur gangur virðist vera á skólahaldi í dag, vegna fjarvista kennara, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en víða í strjálbýlinu er það með eðlilegum hætti. Sumstaðar er engin kennsla, annarsstaðar er aðeins yngstu bekkjunum kennt, sumstaðar er einskonar gæsla fyrir yngstu börnin þar sem kennara vantar og enn annarsstaðar er sumum bekkjum kennt, en öðrum ekki. 16.11.2004 00:01
Ráðlagt að selja Íslandsbanka ekki Stjórn norska BN-bankans ráðlagði eigendum bankans í gær að selja Íslandsbanka ekki hlut sinn að svo stöddu, þar sem búast mætti við nýjum kaupendum í dag sem byðu jafnvel betur en Íslandsbanki. Íslandsbanki, sem þegar á verulegan hlut í bankanum gerði í gær tilboð í öll hlutabréf bankans á 25 prósenta hærra verði en meðalgengi bankans hefur verið í hálft ár. 16.11.2004 00:01
Hross varð fyrir bíl Hross drapst þegar það varð fyrir bíl á Mýrum í Austur Skaftafellssýslu í gærkvöldi. Tveir menn, sem voru í bílnum sluppu ómeiddir, en bíllinn, sem er jepplingur, skemmdist mikið og er óökufær. Slæmt skyggni var á þessum slóðum þegar slysið varð og sá ökumaður hrossið ekki í tæka tíð. 16.11.2004 00:01
Bátur tekinn í tog Sjómaður, sem var einn á nýjum hraðfiskibáti undan Skarðsfjöru á Suðurströndinni, bað um aðstoð undir miðnætti, þar sem vélbúnaður bilaði og bátinn, sem heitir Stella NK, rak í átt til lands. 16.11.2004 00:01
Skammtímasamningur í bígerð Samninganefnd leikskólakennara ákvað í gærkvöldi að efna ekki til allsherjaratkvæðagreiðslu um um boðun verkfalls í janúar. Þess í stað verði leitað eftir skammtímasamningi við við Launanefnd sveitarfélaga, en beðið verði eftir niðurstöðu gerðardóms um kjör grunnskólakennara. 16.11.2004 00:01
Mótmæla tvöföldu siðgæði Í ályktun fjölmenns fundar í Sjúkaraliðafélagi Íslands í gærkvöldi er mótmælt tvöföldu siðgæði ráðherra og þingmanna, sem ítrekað taki við launahækkunum og líferyisréttindum, sem séu í engu samræmi við þau kjör sem almenningi er ætlað að sætta sig við. 16.11.2004 00:01
Ólga meðal foreldra Allur gangur er á skólahaldi í dag, vegna fjarvista kennara, einkum á höfuðborgarsvæðinu, en víða í strjálbýlinu er það með eðlilegum hætti. Sumstaðar er engin kennsla, annarsstaðar er aðeins yngstu bekkjunum kennt, sumstaðar er einskonar gæsla fyrir yngstu börnin þar sem kennara vantar og enn annarsstaðar er sumum bekkjum kennt, en öðrum ekki. 16.11.2004 00:01
Kettir þurfa alnæmisvottorð Alnæmisveira hefur fundist í íslenskum köttum og þarf framvegis að framvísa alnæmisvottorðum með köttum, sem fluttir eru til landsins. Veiran fannst fyrir tæpum þremur árum þegar Hrund Holm og fleilri voru að gera lokaverkefni í dýralækningum og tóku sýni úr rúmlega hundrað köttum, aðallega villiköttum eða útigangsköttum. 16.11.2004 00:01
Ættingjar Danans komnir Ættingjar danska mannsins sem lést eftir hnefahögg á knæpu í Keflavík um helgina eru komnir til landsins til að flytja lík hans heim. Bráðabirgðaniðurstaða liggur fyrir eftir krufningu sem framkvæmd var á Landspítalanum í gær. Ákæra verður gefin út á næstu vikum að sögn fulltrúa sýslumanns í Reykjanesbæ 16.11.2004 00:01
Áshreppur sýknaður Byggðasamlag Húnavallaskóla og Áshreppur voru sýknuð af kröfu móður heyrnarskertrar stúlku um greiðslu kostnaðar vegna búsetu í Reykjavík, sem nauðsynleg var vegna fötlunar stúlkunnar. 16.11.2004 00:01
Sigurður og Hallgrímur hættir Hallgrímur Thorsteinsson og Sigurður G. Tómasson hafa yfirgefið Útvarp Sögu, þar sem þeir telja að Arnþrúður Karlsdóttir hafi ekki staðið við gerða samnniga við sig. Arnþrúður segist sjálf undirbúa kæru á hendur þeim Sigurði og Hallgrími. 16.11.2004 00:01
Lést af völdum heilablæðingar Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki Flemming Tolstrup sem lést í Keflavík s.l. laugardag er sú að hann hafi látist af völdum heilablæðingar sem hafi orsakast við högg á hægri kjálka. Lík hans var krufið á Landspítalanum í gær. Ættingjar Flemmings eru komnir til landsins til að flytja lík hans heim til Danmerkur. 16.11.2004 00:01
Vinnumiðlun kennara stofnuð Í dag var formlega stofnað til vinnumiðlunar kennara, sem mun þjónusta þá kennara sem ekki hafa lengur áhuga á því að starfa við kennslu á Íslandi. Vinnumiðlunin hefur hlotið nafnið Nýtt starf ehf. 16.11.2004 00:01
Kaupmáttur eykst Regluleg laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað að meðaltali um 4,9 prósent frá því á sama tíma á síðasta ári. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 3.6% þannig að kaupmáttur launa jókst að meðaltali um 1,3 prósent. Laun kvenna hækkuðu meira en karla og laun utan höfuðborgarsvæðisins hækkuðu meira. 16.11.2004 00:01
Steinunn formlega ráðin Formleg ráðning Steinunnar V Óskarsdóttur, sem borgarstjóra Reykjavíkur, var lögð fyrir borgarstjórnarfund sem hófst klukkan tvö. Samþykkt þessa efnis var afgreidd úr borgaráði og kemur því til afgreiðslu borgarstjórnar sem fyrsta mál á dagskrá og hefur sennilega verið afgreidd núna. 16.11.2004 00:01
Lýsa yfir áhyggjum Bæjarfulltrúar í Hafnarfirði sendu frá sér ályktun í dag, þar sem lýst er yfir verulegum áhyggjum af þeirri stöðu sem er uppi í grunnskólum Hafnarfjarðar. Bæjarfulltrúar leggja ríka áherslu á, að skólastarf komist strax í fyrramálið í eðlilegt horf, með hagsmuni nemenda, foreldra, kennara og skólasamfélagsins alls að leiðarljósi. 16.11.2004 00:01
Færð að versna Færð er nú tekin að versna allverulega í kringum höfuðborgarsvæðið. Snjó kyngir niður og samkvæmt upplýsingum frá gestum í litlu kaffistofunni var mjög blint á leið úr borginni og uppeftir. Vanur bílstjóri sem var að koma að austan segir skafa mikið á hellisheiðinni en vel sé fært. 16.11.2004 00:01
Bannað að banna malarnámið Umhverfisráðuneytið hefur heimilað að nýju malarvinnslu á fjallsbrún Ingólfsfjalls sem Skipulagsstofnun hafði í byrjun september kveðið á um að væri óheimil meðan umhverfismats væri beðið. 16.11.2004 00:01
Segir göngin geðveiki "Mér finnst þetta vera geðveiki. Ég hef einu sinni farið til Vestmannaeyja og ef mig langaði óskaplega aftur þá gæti ég alveg eins flogið eða tekið ferju," segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, tónlistarmaður, einnig þekktur sem Dr. Gunni. 16.11.2004 00:01
Neyðarlínan vill vita um símana Neyðarlínan leggur áherslu á að fyrirtækjum sem hyggjast bjóða símaþjónustu sem byggir á internettækni (IP símar) verði gert að hafa innbyggða staðarákvörðun í símkerfi sín. 16.11.2004 00:01
Nýr stjóri hjá NAMMCO Samkvæmt ákvörðun stjórnar tekur Dr. Christina Lockyer við sem nýr framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO) með aðsetur í Tromsö í Noregi í mars næstkomandi. 16.11.2004 00:01
Mismikil hækkun launa Kaupmáttur launa hefur aukist að meðaltali um 1,3 prósent frá því á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Í tilkynningu kjararannsóknarnefndar kemur fram að laun á almennum vinnumarkaði hafi hækkað að meðaltali um 4,9 prósent frá þriðja ársfjórðungi 2003. 16.11.2004 00:01
Alcoa reisir rafskautaverksmiðju Alþjóðlega álfyrirtækið Alcoa hyggst reisa rafskautaverksmiðju í bænum Mosjoen í Noregi, þar sem meðal annars verður framleitt rafskaut fyrir Fjarðaál. Verksmiðjan verður sameiginlega í eigu Alcoa og norska málmfyrirtækisins Elkem og nemur heildarfjárfestingin rúmlega 21 milljarði íslenskra króna. 16.11.2004 00:01
Áhyggjur á Alþingi Nýleg skoðanakönnun Gallups um afstöðu Íslendinga til flótamanna og málefna útlendinga varð tilefni til utandagskrárumræðna á Alþingi í gær. 16.11.2004 00:01
Ísland ber ábyrgð á stríðsglæpum Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar var viðstaddur umræðu á Alþingi í gær, þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að bera ábyrgð á stríðsglæpum sem framdir væru þessa dagana borginni Fallujah í Írak. 16.11.2004 00:01
Ætlaði aftur á staðinn Danski hermaðurinn sem lést á veitingahúsi á laugardagskvöld, lést af völdum heilablæðingar, vegna hnefahöggs efst við kjálkabarð. Þegar sá sem höggið veitti frétti hversu alvarlegar afleiðingar þess voru, ætlaði hann aftur á vettvang, en lögreglan handtók hann við heimili hans. 16.11.2004 00:01
Kyoto leyfir 1 álver Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra telur að pláss sé fyrir eitt nýtt 300 þúsund tonna álver eða eina stækkun núverandi álvera ef öll heimild Íslands til aukningar losunar koltvíseyrings verði nýtt í stóriðju samkvæmt Kyoto-samningnum. 16.11.2004 00:01
Staða ríkislögreglustjóra óæskileg Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur aðeins mannafla til að vinna að rannsókn mála sem berast henni með kærum en getur ekki hafið rannsókn mála að eigin frumkvæði. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns. 16.11.2004 00:01
Davíð ræði Kyoto við Powell Náttúruverndarsamtök Íslands skoruðu á Davíð Oddsson utanríkisráðherra að ræða skýrslu vísindamanna um loftslagsbreytingar á norðurslóðum við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi þeirra í gær. 16.11.2004 00:01
Vill hærri tekjur af álveri Tekjur Hafnarfjarðarbæjar myndu næstum tvöfaldast ef álver Alcan í Straumsvík greiddi fasteignagjöld og lóðaleigu í stað framleiðslugjalds eins og það gerir nú. Áætlaðar greiðslur Alcan til bæjarins á þessu ári eru 93 milljónir króna en yrðu 174 milljónir með breyttum skattgreiðslum. 16.11.2004 00:01
Hnökkum stolið Fullum pappakassa af nýjum reiðhnökkum var stolið við vegamót að býlinu Króki í Ásahreppi síðdegis í fyrradag. Flutningabílstjóri skildi kassann eftir við vegamótin en hann var horfinn þegar eigandi kassans ætlaði að nálgast hann skömmu síðar. 16.11.2004 00:01
Davíð og Powell funda Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, situr nú á lokuðum fundi í bandaríska utanríkisráðuneytinu með Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þar sem þeir ræða framtíð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. 16.11.2004 00:01
Óvissa annan daginn í röð Starfsemi grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu var í uppnámi annan daginn í röð. Einungis var full kennsla í 7 skólum af 34. Aðeins helmingur kennara sá sér fært að mæta til vinnu, en þeir eru sagðir verða fyrir þrýstingi og áreiti af hálfu hinna, sem heima sátu. 16.11.2004 00:01
Þrýstingurinn eykst Enn eykst þrýstingurinn á samninganefndir sveitarfélaga og kennara um að þær nái samningum. Kennarar búast við fjöldauppsögnum, komi til þess að gerðardómur ákvarði kaup þeirra og kjör. 16.11.2004 00:01
Tugir hafa sagt upp Tugir grunnskólakennara hafa sagt upp störfum í dag. Sérstök vinnumiðlun kennara hefur verið stofnuð og fjöldi hefur þegar skráð sig, þótt starfsemin sé ekki formlega hafin. 16.11.2004 00:01
Vanvirðing við Alþingi Ríkisstjórnin var sökuð um að sýna Alþingi lítilsvirðingu þegar formaður Samfylkingarinnar mælti fyrir þingsályktunartillögu um að Ísland drægi stuðning sinn við Íraksstríðið til baka. Enginn ráðherra var viðstaddur. 16.11.2004 00:01
Stjórnvöld sofandi? Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður spurði á Alþingi í dag hvort íslensk stjórnvöld flytu sofandi að feigðarósi í málefnum útlendinga. Hún var málshefjandi í utandagskrárumræðum um niðurstöður nýrrar könnunar um viðhorf til útlendinga. 16.11.2004 00:01
Enginn samningur við Esso Forstjóri Samkeppnisstofnunar vísar því algjörlega á bug að samkomulag hafi verið gert við Essó við rannsókn samráðsmálsins. Hann segir ummæli stjórnarformanns Essó um annað, ranga. 16.11.2004 00:01
Stórt skref í átt að áframhaldi Davíð Oddsson segir stórt skref hafa verið stigið í þá átt að varnarliðið í Keflavík verði áfram hér á landi á fundi hans og Colin Powell, sem lauk í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna fyrir stundu. 16.11.2004 00:01
Allt í lagi í stað „okey" Silja Aðalsteinsdóttir hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í dag, á Degi íslenskrar tungu. Og Pétur Pétursson þulur færði þjóðinni gjöf í tilefni dagsins. Hann ætlar ásamt fleirum að heimsækja leikskóla og kenna börnum að segja „allt í lagi" í stað „ókei". 16.11.2004 00:01
Uppsagnir kennara Fimm af níu kennurum grunnskólans á Hólmavík hafa sagt upp störfum sem og allir fimmtán kennarar grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Skólastjórar skólanna segja að líta megi á uppsagnirnar sem þrýstiaðgerðir. Kennurum sé þó full alvara. 16.11.2004 00:01
Stefnt á samninga í dag Sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu hafa leitað sameiginlegrar lausnar á deilu kennara og sveitarfélaganna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri Kópavogs segir að reynt verði til þrautar að semja í dag: "Hvort tekst að semja er ekki hægt að segja til um fyrir fram. Ef ekki semst gerist ekki annað en að það verður einn dagur enn." 16.11.2004 00:01
Angólsk kona í fangelsi Angólsk kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir þrjú skjalafalsbrot. 16.11.2004 00:01
Bruninn kostaði 73 milljónir Kvikmyndafyrirtækið Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. 16.11.2004 00:01
Strokufangi áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir nítján ára pilti, sem ákærður er fyrir vopnað rán í Hringbrautarapóteki í byrjun september, hefur verið framlengt þar til dómur fellur en þó ekki lengur en til 4. janúar. Aðalmeðferð í málinu verður í lok mánaðarins. 16.11.2004 00:01