Segja enn loforð hafa verið gefin 17. nóvember 2004 00:01 Stjórnarformenn Olís og Essó halda fast í þær fullyrðingar sínar að fulltrúar Samkeppnisstofnunar hafi lofað að málinu yrði hvorki beint að einstaklingum né færi það í lögreglurannsókn. Það hafi verið forsenda þess að þeir hófu samstarf við Samkeppnistofnun um rannsókn á ólögmætu samráði olíufélaganna. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Olíufélagsins ehf., sem í dag heitir Ker hélt því fram í fréttum Stöðvar tvö á laugardaginn að félagið hefði sett fram þrjú skilyrði fyrir samstarfi á fundi með Guðmundi Sigurðssyni yfirmanni samkeppnissviðs. Á þessi skilyrði hefði Guðmundur fallist, þar á meðal að Samkeppnisstofnun myndi ekki hafa frumkvæði að því að fara með mál starfsmanna til lögreglu. Georg Ólafsson forstjóri Samkeppnisstofnunar lýsti því yfir í samtali við Morgunblaðið að þessar fullyrðingar Kristjáns séu rangar. Kristján heldur hins vegar fast við þessa skýringu og segir Georg ekki geta tjáð sig um málið þar sem hann hafi ekki verið á fundinum heldur Guðmundur Sigurðsson. Guðmundur vildi hins vegar ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fundurinn sem vitnað er til var á milli Guðmundar og þriggja fulltrúar Olíufélagsins Essó, stjórnarformanns, varaformanns stjórnar og lögmanns. Samkvæmt heimildum fréttastofu sammæltust fundarmenn um að aldrei yrði minnst á fundinn, hvorki að hann hefði verið haldinn, né efni hans. Hvað um það eftir stendur í raun orð gegn orði. Ef samkomulag af þessu tagi var gert eru ekki til skriflegar heimildir. Georg Ólafsson segir Guðmund ekki hafa haft heimildir til að lofa neinu þessu líku fyrir hönd stofnunarinnar og segja má að það liggi í hlutarins eðli að hann hafi ekki haft það. Það megi lögmenn vita. Hins vegar er á það að líta að Gísli Baldur Garðarsson hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Olíuverslunar Íslands, Olís segist líka hafa fengið loforð frá fulltrúa Samkeppnisstofnunar um að ekki yrði farið með málið til lögreglu. Að þessu sinni hafi loforðið komið frá Ásgeiri Einarssyni yfirlögmanni Samkeppnisstofnunar. Gísli segir að Samkeppnisstofnun hafi lofað því að hún myndi ekki hafa frumkvæði að lögreglurannsókn. Það liggi í hlutarins eðli að menn, sem geti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsisdóm, gefi ekki yfirvaldi skýrslu nema menn njóti réttarstöðu grunaðs, sem hafi ekki verið í þessu tilviki. Gísli segir að loforð Samkeppnisstofnunar hafi ekki verið skriflegt, en það hafi legið skýrt fyrir að loforðið væri forsenda þess að starfsmenn Olíverslunarinnar gæfu skýrslu. Það væri enda órökrétt að fara í skýrslugerð ef svona lagað lægi ekki fyrir. Aðspurður um hvers vegna ekki hafi verið farið fram á að fá loforðið skriflegt, segir Gísli að menn hafi einfaldlega treyst orðum Ásgeirs Einarssonar, sem stjórnað hafi rannsókninni. Hann hafi gefið mörgum þá yfirlýsingu að ekki yrði farið með málið til lögreglunnar. Gísli segir að allir aðrir sem að málinu hafi komið hafi fengið viðlíka viðleitni. Hann kannast ekki við það að þetta sé notað til varnar þegar mál séu orðin slæm, það hafi verið forsenda þess að skýrsla var gefin að ekki yrði farið með málið til lögreglunnar. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Stjórnarformenn Olís og Essó halda fast í þær fullyrðingar sínar að fulltrúar Samkeppnisstofnunar hafi lofað að málinu yrði hvorki beint að einstaklingum né færi það í lögreglurannsókn. Það hafi verið forsenda þess að þeir hófu samstarf við Samkeppnistofnun um rannsókn á ólögmætu samráði olíufélaganna. Kristján Loftsson, stjórnarformaður Olíufélagsins ehf., sem í dag heitir Ker hélt því fram í fréttum Stöðvar tvö á laugardaginn að félagið hefði sett fram þrjú skilyrði fyrir samstarfi á fundi með Guðmundi Sigurðssyni yfirmanni samkeppnissviðs. Á þessi skilyrði hefði Guðmundur fallist, þar á meðal að Samkeppnisstofnun myndi ekki hafa frumkvæði að því að fara með mál starfsmanna til lögreglu. Georg Ólafsson forstjóri Samkeppnisstofnunar lýsti því yfir í samtali við Morgunblaðið að þessar fullyrðingar Kristjáns séu rangar. Kristján heldur hins vegar fast við þessa skýringu og segir Georg ekki geta tjáð sig um málið þar sem hann hafi ekki verið á fundinum heldur Guðmundur Sigurðsson. Guðmundur vildi hins vegar ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fundurinn sem vitnað er til var á milli Guðmundar og þriggja fulltrúar Olíufélagsins Essó, stjórnarformanns, varaformanns stjórnar og lögmanns. Samkvæmt heimildum fréttastofu sammæltust fundarmenn um að aldrei yrði minnst á fundinn, hvorki að hann hefði verið haldinn, né efni hans. Hvað um það eftir stendur í raun orð gegn orði. Ef samkomulag af þessu tagi var gert eru ekki til skriflegar heimildir. Georg Ólafsson segir Guðmund ekki hafa haft heimildir til að lofa neinu þessu líku fyrir hönd stofnunarinnar og segja má að það liggi í hlutarins eðli að hann hafi ekki haft það. Það megi lögmenn vita. Hins vegar er á það að líta að Gísli Baldur Garðarsson hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Olíuverslunar Íslands, Olís segist líka hafa fengið loforð frá fulltrúa Samkeppnisstofnunar um að ekki yrði farið með málið til lögreglu. Að þessu sinni hafi loforðið komið frá Ásgeiri Einarssyni yfirlögmanni Samkeppnisstofnunar. Gísli segir að Samkeppnisstofnun hafi lofað því að hún myndi ekki hafa frumkvæði að lögreglurannsókn. Það liggi í hlutarins eðli að menn, sem geti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsisdóm, gefi ekki yfirvaldi skýrslu nema menn njóti réttarstöðu grunaðs, sem hafi ekki verið í þessu tilviki. Gísli segir að loforð Samkeppnisstofnunar hafi ekki verið skriflegt, en það hafi legið skýrt fyrir að loforðið væri forsenda þess að starfsmenn Olíverslunarinnar gæfu skýrslu. Það væri enda órökrétt að fara í skýrslugerð ef svona lagað lægi ekki fyrir. Aðspurður um hvers vegna ekki hafi verið farið fram á að fá loforðið skriflegt, segir Gísli að menn hafi einfaldlega treyst orðum Ásgeirs Einarssonar, sem stjórnað hafi rannsókninni. Hann hafi gefið mörgum þá yfirlýsingu að ekki yrði farið með málið til lögreglunnar. Gísli segir að allir aðrir sem að málinu hafi komið hafi fengið viðlíka viðleitni. Hann kannast ekki við það að þetta sé notað til varnar þegar mál séu orðin slæm, það hafi verið forsenda þess að skýrsla var gefin að ekki yrði farið með málið til lögreglunnar.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira