Innlent

Framlög verða aukin

Framlög til samkeppniseftirlits verða stóraukin í framtíðinni, þegar gerðar hafa verið skipulagsbreytingar á því. Breytingarnar verða kynntar á næstu dögum. Um áttatíu mál bíða úrlausnar hjá Samkeppnisstofnun. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður vill að rannsakað verði hvort bankar eða tryggingafélög hafi ólöglegt samráð. Viðskiptaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur ekki ætla að beita sér fyrir rannsókn á bönkunum og olíufélögunum enda væri Samkeppnisstofnun sjálfstæð stofnun. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður sakaði viðskiptaráðherra um sinnuleysi og benti á að hún hefði óskað eftir rannsókn á olíufélögunum á sínum tíma, þannig að fordæmi væru fyrir hennar íhlutun. Eitthundrað milljónir skorti til að stofnunin gæti sinnt lögboðnu hlutverki sínu. Jóhanna sagðist vísa fullri ábyrgð á ráðherra varðandi bága stöðu Samkeppnisstofnunar. Valgerður Sverrisdóttir sagði að ætlunin væri að stórefla samkeppniseftirlit og miklum fjármunum yrði varið til þess. Það væri yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar. Hún sagðist hafa skrifað bráf árið 2000 vegna Olíufélaganna, en það séu einu afskipti hennar af samkeppnisyfirvöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×