Innlent

Vinnumiðlun fyrir kennara

Vinnumiðlun fyrir kennara, Nýtt starf ehf., er tekin til starfa og geta þeir kennarar sem vilja hætta kennslu haft samband við aðstandendur í gegnum vefsíðuna www.nyttstarf.net en verið er að móta síðuna þessa dagana. Vinnumiðlunin mun fyrst og fremst starfa á netinu en aðstandendurnir Eyjólfur Pétur Hafstein og Sigurborg Ragnarsdóttir munu halda áfram kennslu sinni fyrir Árbæjarskóla, að minnsta kosti til að byrja með. Margir kennarar hafa haft samband og látið setja sig á skrá. "Þetta er sjálfvirkari vinna en gengur og gerist og við sjáum bara til hvernig gengur með vinnumiðlunina, hvernig hún stækkar. Þetta er bara byrjunin. Það hafa margir haft samband og nokkrir eru búnir að skrá sig. Einn atvinnurekandi er búinn að hafa samband og svo höfum við fengið ábendingu um starf," sagði Eyjólfur Pétur Hafstein.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×