Innlent

Samkeppniseftirlit fær meira

Ríkisstjórnin stefnir að því að stórauka framlög til samkeppniseftirlits. Þetta segir viðskiptaráðherra í svari til Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns sem spurðist á Alþingi fyrir um starfsaðstæður Samkeppnisstofnunar. Viðskiptaráðherra segir unnið að gerð lagafrumvarpa á grundvelli starfs nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Þannig verði allt starf sem varði eftirlit með samkeppnishindrunum eflt og framkvæmd annarra þátta sem heyri undir samkeppnislög gerð skilvirkari. Þarfagreining varðandi endurskipulagningu stofnunarinnar var unnin í samvinnu við starfsmenn hennar. Í svarinu kemur einnig fram að á síðustu árum hafa að jafnaði verið til úrlausnar hjá samkeppnissviði Samkeppnisstofnunar 40-70 mál á hverjum tíma. Í upphafi þessa árs voru um 70 mál til meðferðar en nú í byrjun nóvember biðu rúmlega 80 mál úrlausnar á samkeppnissviði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×