Snjómokstur - á annan milljarð 17. nóvember 2004 00:01 Það kostar sitt að losna við snjóinn. Ætla má að samfélagið greiði samanlagt hátt í tvo milljarða króna í snjómokstur á árinu 2004 og er það meira en ráð var fyrir gert, í það minnsta stefnir í að Reykjavíkurborg verji yfir 30 milljónum króna meira til verksins en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. "Það er ljóst að við förum eitthvað fram úr því sem áætlað var," segir Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík. "Það kom erfiður kafli um áramótin sem eykur kostnaðinn en annars er þetta að mestu fastur kostnaður þar sem við erum með fastan mannskap í þessu sem gengur vaktir, sama hvernig viðrar." Sá góði hópur manna fylgist vitaskuld grannt með veðurspánni og er ávallt tiltækur þegar snjókoma er í aðsigi. Þegar betur viðrar og enginn er snjórinn reynir Sigurður að finna mannskapnum eitthvað annað að gera. Í áætlun Vegagerðar ríkisins fyrir árið var rúmum milljarði króna varið til svokallaðrar vetrarþjónustu, sem að langmestu er snjómokstur. Búist er við að sú áætlun standi. Það stendur upp á Vegagerðina að ryðja vegi landsins en sveitarfélögin sjá um mokstur innan bæjarmarka. Snjómoksturskostnaður Reykjavíkurborgar er miklu meiri en annarra sveitarfélaga og til samanburðar má nefna að í áætlunum Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 var gert ráð fyrir að snjómokstur og hálkueyðing kostaði samanlagt tæpa 21 milljón króna. Erfitt er að slá á kostnað einkaaðila við snjómokstur en ljóst er að hann er talsverður. Bílaplön verslana og fyrirtækja þurfa að vera hrein og fín svo viðskiptavinirnir sveigi ekki í burtu enda leiðinlegt að arka skaflana til að ná sér í mjólkurpott eða sokkabuxur á börnin. Viðmælendum Fréttablaðsins úr mokstursheimum sögðu ómögulegt að slá á meðalverð, kostnaðurinn færi algjörlega eftir plönum. Þau eru enda miserfið, sum lögð eyjum sem þarf að fara varlega í kringum en önnur rennislétt og þægileg. Svo spilar inn í hvort margir bílar standi á þeim meðan mokstur fer fram en slíkt kallar auðvitað á enn meiri varkárni. Að öllu sögðu má slá á að snjómokstur á árinu 2004 nemi samtals vel yfir einum milljarði króna og teygi sig líklega hátt í tvo milljarðana. Einhverjum kann að finnast blóðugt að horfa á eftir öllum þessum peningum í að moka burtu mjöll næturinnar en víst er að ekki er hægt að láta snjóinn bara bráðna, slíkt getur jú tekið margar vikur og jafnvel mánuði. Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Það kostar sitt að losna við snjóinn. Ætla má að samfélagið greiði samanlagt hátt í tvo milljarða króna í snjómokstur á árinu 2004 og er það meira en ráð var fyrir gert, í það minnsta stefnir í að Reykjavíkurborg verji yfir 30 milljónum króna meira til verksins en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. "Það er ljóst að við förum eitthvað fram úr því sem áætlað var," segir Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri í Reykjavík. "Það kom erfiður kafli um áramótin sem eykur kostnaðinn en annars er þetta að mestu fastur kostnaður þar sem við erum með fastan mannskap í þessu sem gengur vaktir, sama hvernig viðrar." Sá góði hópur manna fylgist vitaskuld grannt með veðurspánni og er ávallt tiltækur þegar snjókoma er í aðsigi. Þegar betur viðrar og enginn er snjórinn reynir Sigurður að finna mannskapnum eitthvað annað að gera. Í áætlun Vegagerðar ríkisins fyrir árið var rúmum milljarði króna varið til svokallaðrar vetrarþjónustu, sem að langmestu er snjómokstur. Búist er við að sú áætlun standi. Það stendur upp á Vegagerðina að ryðja vegi landsins en sveitarfélögin sjá um mokstur innan bæjarmarka. Snjómoksturskostnaður Reykjavíkurborgar er miklu meiri en annarra sveitarfélaga og til samanburðar má nefna að í áætlunum Akureyrarbæjar fyrir árið 2004 var gert ráð fyrir að snjómokstur og hálkueyðing kostaði samanlagt tæpa 21 milljón króna. Erfitt er að slá á kostnað einkaaðila við snjómokstur en ljóst er að hann er talsverður. Bílaplön verslana og fyrirtækja þurfa að vera hrein og fín svo viðskiptavinirnir sveigi ekki í burtu enda leiðinlegt að arka skaflana til að ná sér í mjólkurpott eða sokkabuxur á börnin. Viðmælendum Fréttablaðsins úr mokstursheimum sögðu ómögulegt að slá á meðalverð, kostnaðurinn færi algjörlega eftir plönum. Þau eru enda miserfið, sum lögð eyjum sem þarf að fara varlega í kringum en önnur rennislétt og þægileg. Svo spilar inn í hvort margir bílar standi á þeim meðan mokstur fer fram en slíkt kallar auðvitað á enn meiri varkárni. Að öllu sögðu má slá á að snjómokstur á árinu 2004 nemi samtals vel yfir einum milljarði króna og teygi sig líklega hátt í tvo milljarðana. Einhverjum kann að finnast blóðugt að horfa á eftir öllum þessum peningum í að moka burtu mjöll næturinnar en víst er að ekki er hægt að láta snjóinn bara bráðna, slíkt getur jú tekið margar vikur og jafnvel mánuði.
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira