Innlent

Icelandair færir sig á Heathrow

Afgreiðsla Icelandair á Heathrow færist til flugstöðvarbyggingar 2 í dag. Innritun farþega og afgreiðsla flugs Icelandair til og frá Heathrow flugvellinum í London færist frá flugstöðvarbyggingu 1 til flugstöðvarbyggingar 2 frá og með deginum í dag. Segir í fréttatilkynningu frá Icelandair að breytingin sé gerð í kjölfar samnings við afgreiðslufyrirtækið AFSL Air France um þjónustu á flugvellinum í stað fyrirtækisins Swissport sem varð gjaldþrota og hætti fyrirvaralaust starfsemi aðfararnótt þriðjudags.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×