Innlent

Kærir auglýsingar

Jóhannes Valdimarsson rekstrarfræðingur hefur kært auglýsingar vegna húsnæðislána bankanna til Samkeppnisstofnunar þar sem hann segir skilyrði þeirra brjóta gegn ákvæðum samkeppnislaga. Hann segir bankana blekkja fólk vísvitandi með villandi upplýsingum án þess að Neytendasamtökin eða aðrir láti sig málið varða. Jóhannes Valdimarsson segist hafa farið í viðskiptabanka sinn til að sækja um endurfjármögnun lána í samræmi við auglýsingar um ódýr húsnæðislán. Hann segir að þegar kom að því að skrifa undir lánið stæði að það bæri 5,1 prósent vexti en ekki 4,2. Hann segist hafa gert athugasemd og þá hafi sér verið sagt að hann fengi þetta keypt á 4,2% vöxtum, en í skuldabréfinu væri ákvæði sem segði að bankanum væri heimilt að hækka vextina upp í 5,1% vexti ef viðskiptum við bankann yrði hætt. Jóhannes segist hafa orðið reiður við enda hafi aldrei verið minnst á þetta fyrr en kom að því að skrifa undir fasteignaveðbréfið. Á það sé ekki minnst í auglýsingum um lánin. Í fasteignaveðbréfinu standi svo að skluldari sem uppfylli skilyrði bankans fái 0,9 prósenta afslátt af vöxtunum en þar komi þó ekki fram hver þau skilyrði eru. Bankanum sé því í sjálfsvald sett að breyta þessum þeim að vild. Þegar eignin sé seld þurfi viðkomandi eigandi að greiða upp lánið ef kaupandinn kýs ekki að eiga viðskipti við við viðkomandi banka eða sæta öðrum skilyrðum. Annars hækki lánið upp í 5,1%, sem séu hærri vextir en Íbúðalánasjóður bjóði í dag Bankarnir taki 2% uppgreiðslugjald sem þeim sé í sjálfsavald sett að hækka hvenær sem er. Það séu í dag um 400 þúsund krónur af tuttugu milljónum sem leggist aukalega á seljanda íbúðar. Jóhannes segir að ákvæðið um uppgreiðslugjald, sé íþyngjandi í framtíðarviðskiptum með fasteignir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×