Innlent

Útboð vegna bryggjuhverfis

Þessa dagana fer fram útboð vegna niðurrifs húsa á Norðurbakka í Hafnarfirði og forval vegna sölu byggingarréttar. Á svæðinu mun rísa bryggjuhverfi með um 440 íbúðum á sex fjölbýlishúsalóðum og hefst uppbygging strax næsta vor. Þá er að hefjast bygging á u.þ.b. 2.000 fermetra atvinnuhúsnæði í miðbæ Hafnarfjarðar með verslunum á jarðhæð og skrifstofum og íbúðum á efri hæðum. Hafin er uppbygging 89 íbúða í fjölbýli á Rafhareitnum í Hafnarfirði og eiga þær að verða tilbúnar 2006. Samtals fjölgar íbúum í miðbænum um allt að 1.500. Þá er verið að endurskipuleggja Thorsplan í hjarta bæjarins. Framkvæmdirnar í miðbæ Hafnarfjarðar eru í samræmi við niðurstöður íbúaþings sem haldið var í Hafnarfirði í október. Þar kom fram að íbúum er umhugað um að áfram þrífist þjónusta og mannlíf í miðbænum og telja þeir að til þess þurfi markvissar aðgerðir. Þeir kölluðu eftir aukningu á opinberri þjónustu, t.d. pósthúsi og sýsluskrifstofu eins og áður var og vildu fleiri græn og opin svæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×