Flugeldasalar sæki um fyrir 10. desember 17. nóvember 2004 00:01 Frestur til að sækja um tímabundið leyfi til smásölu flugelda rennur út 10. desember. Leyfi eru veitt að uppfylltum skilyrðum ákvæða vopnalaga og gildandi reglugerðar. Ströng skilyrði eru sett um húsnæði, tryggingar og geymslu flugeldanna. Sala hefst 28. desember og má standa til 6. janúar. Meðferð flugelda er einungis heimil á því sama tímabili. Tilkynnning Lögreglunnar í Reykjavík: Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu, frá og með 28. desember 2004 til og með 6. janúar 2005. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi fyrir og eftir áramót 2004 – 2005, ber að sækja um slíkt leyfi til embættis lögreglustjórans i Reykjavík, fyrir 10. desember 2004. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: 1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaða. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. 2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, 28. desember 2004 svo skoðun geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 m2 og búnir samkvæmt kröfum Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. 3. Upplýsingar um geymslustað og meðhöndlun skotelda, samþykktan af lögreglu að fenginni umsögn Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir óselda vöru við lok söludags, eða eftir að sölutíma lýkur, skal fylgja umsókn um söluleyfi. 4. Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað. Hann á að mæta á kynningarfund á lögreglustöðinni við Hverfisgötu (vestari inngangur) 28. desember 2004, kl. 09:00 og taka við leyfisbréfi. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember til og með 06. janúar. Gjald fyrir sölustað er kr. 3.000.- og greiðist við innlögn umsóknar hjá gjaldkera í afgreiðslu í Borgartúni 7. Reykjavík 12. nóvember 2004 Lögreglustjórinn í Reykjavík. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Sjá meira
Frestur til að sækja um tímabundið leyfi til smásölu flugelda rennur út 10. desember. Leyfi eru veitt að uppfylltum skilyrðum ákvæða vopnalaga og gildandi reglugerðar. Ströng skilyrði eru sett um húsnæði, tryggingar og geymslu flugeldanna. Sala hefst 28. desember og má standa til 6. janúar. Meðferð flugelda er einungis heimil á því sama tímabili. Tilkynnning Lögreglunnar í Reykjavík: Upplýsingar til umsækjanda tímabundins leyfis fyrir sölu skotelda í smásölu, frá og með 28. desember 2004 til og með 6. janúar 2005. Þeir aðilar sem hyggjast sækja um leyfi fyrir sölu skotelda í smásölu í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi fyrir og eftir áramót 2004 – 2005, ber að sækja um slíkt leyfi til embættis lögreglustjórans i Reykjavík, fyrir 10. desember 2004. Leyfi eru veitt að fullnægðum skilyrðum vopnalaga nr. 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: 1. Leyfi eru aðeins veitt fyrir sölu skotelda að fyrir liggi umsögn Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til aðstöðu og sölu skotelda, pökkunar- og geymslustaða. Einnig liggi fyrir leyfi lóðareiganda, húseiganda eða húsfélags ef umsækjandi er ekki umráðamaður lóðar eða húsnæðis þar sem sala á að fara fram og staðfesting tryggingafélags vegna sölu, geymslu og notkun skotelda. 2. Ef fyrirhugað er að selja úr skúrum eða gámum, skal vera búið að ganga frá slíkum sölustöðum fyrir kl. 16:00, 28. desember 2004 svo skoðun geti farið fram á aðstöðu og öryggisþáttum. Sölustaðir skulu vera minnst 25 m2 og búnir samkvæmt kröfum Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. 3. Upplýsingar um geymslustað og meðhöndlun skotelda, samþykktan af lögreglu að fenginni umsögn Forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir óselda vöru við lok söludags, eða eftir að sölutíma lýkur, skal fylgja umsókn um söluleyfi. 4. Tilgreina þarf ábyrgðarmann fyrir sölustað. Hann á að mæta á kynningarfund á lögreglustöðinni við Hverfisgötu (vestari inngangur) 28. desember 2004, kl. 09:00 og taka við leyfisbréfi. Að gefnu tilefni skal vakin athygli á að meðferð skotelda er einungis heimil á tímabilinu frá og með 28. desember til og með 06. janúar. Gjald fyrir sölustað er kr. 3.000.- og greiðist við innlögn umsóknar hjá gjaldkera í afgreiðslu í Borgartúni 7. Reykjavík 12. nóvember 2004 Lögreglustjórinn í Reykjavík.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Sjá meira