Innlent

Fara hvergi

Varnarliðið hverfur ekki héðan. Svo skilja íslenskir ráðamenn orð Colins Powells, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi með Davíð Oddssyni, utanríkisráðherra í gær. Raunar hefur ekki verið talið að Bandaríkjamenn vildu með öllu hverfa héðan, heldur halda lágmarksviðbúnaði svo að unnt væri að vekja Keflavíkurstöðina af værum blundi væri þörf á. Þetta virðist hafa verið ítrekað á hálftíma fundi Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra, með Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Davíð sagði að fundurinn hafi verið góður og að framvinda mála væri komin í ákveðinn farveg. Hann sagði framhaldið verða það að menn myndu hittast í janúar til þess að ræða nánari framkvæmd málsins. Ráðherrarnir ræddu meðal annars um aukna þáttöku Íslendinga í rekstri Keflavíkurflugvallar í ljósi aukins borgaralegs flugs um völlinn. Í viðtölum Davíðs við fjölmiðla að fundi loknum kom meðal annars fram, að þeir Powell hefðu einnig rætt hvalveiðar og loftslagsmál á fundi sínum, en skemmst er að minnast þess þegar bandarísk þingmannanefnd kom hingað til lands í haust til að kynna sér orkumál sem hluta af rannsóknum á loftslagsbreytingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×