Innlent

Þrjú hjól undir bílnum

"Annað framdekkið undir bílnum losnaði af og skorðaðist undir brettinu í miðri Ártúnsbrekkunni," segir Eðvarð Ingi Friðriksson sem fékk lánaðan bíl hjá vini sínum og varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að aðeins urðu þrjú hjól eftir undir bílnum. Gleymst hafði að herða rærnar á einu hjólinu. Eðvarð fékk bílinn lánaðan í fyrrakvöld en fyrr um daginn hafði verið farið með bílinn í umfelgun á hjólbarðaverkstæði sem eigandi bílsins vildi ekki nefna. "Ég var búinn að hægja ferðina mjög mikið þegar dekkið fór undan enda heyrðist einkennilegt hljóð." Eðvarð, sem var á ferð með vini sínu Halldóri Svavari Sigurðssyni, segir þá hafa farið úr bílnum og hringt á dráttarbíl. Síðan hafi þeir ekki þorað annað en að forða sér frá bílnum og út í kant því margoft mátti litlu muna að aðrir vegfarendur ækju á þá eða bílinn. Hann segir starfsmenn hjólbarðaverkstæðisins hafa verið miður sín og viljað allt gera til að bæta fyrir mistökin sem urðu í örtröðinni í fyrradag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×