Skrifað undir orkusamning 17. nóvember 2004 00:01 Norðurál, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja skrifuðu undir orkusamning í dag vegna stækkunar álversins á Grundartanga, sem þá verður stærsta álver dagsins. Ef Orkuveitu Reykjavíkur tekst að útvega meiri orku stendur til að stækka álverið enn meira. Verði af þeirri stækkun fjölgar starfsmönnum álversins um hátt í þrjú hundruð. Skrifað var undir samning þessarra fyrirtækja í apríl vegna stækkunar álversins úr 90 í 180 þúsund tonn, en í dag var skrifað undir viðbótarsamning sem gerir ráð fyrir að ársframleiðsla álversins verði 212 þúsund tonn að ári. Reyndar er stefnt að því að auka framleiðsluna á næsta ári í 220 þúsund tonn. Miðað við 212 þúsund tonna ársframleiðslu aukast útflutningsverðmæti landsins um 15 milljarða króna og verða því um 27 milljarðar þegar þessari stækkun verður lokið. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir samninginn tvíþættan; annars vegar verði seld 20 megavött frá Reykjanesvirkjun og síðan verði hugsanlega seld 15 megavött til viðbótar úr Svartsengi, sem þurfi að vísu leyfi fyrir. Gert sé ráð fyrir því að 1. febrúar liggi það fyrir hvort seld verði 20 megavött, eða 35. Orkuveita Reykjavíkur ætlar að afla orkunnar frá Hellisheiðarvirkjun, þar sem keyptar voru stærri vélar en upphaflega var áætlað, auk þess sem umframorka er til á Nesjavöllum. Norðurál er hins vegar með hugmyndir uppi um að stækka álverið upp í 260 þúsund tonn. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, segir að við það flækist málið, enda þurfi að bæta við 70 megavöttum. Verið sé að skoða þrjá möguleika, að taka upp nýtt svæði á Hengilssvæðinu, að bæta við Nesjavallarsvæðið, eða nýta betur orku á Hellisheiði. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, segir að ekki sé hægt að taka ákvörðun um hvort af stækkuninni verði fyrr en ljóst sé hvort orkan sé fyrir hendi og á hvaða verði hún verði. Það liggi vonandi fyrir í upphafi næsta árs. Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Norðurál, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja skrifuðu undir orkusamning í dag vegna stækkunar álversins á Grundartanga, sem þá verður stærsta álver dagsins. Ef Orkuveitu Reykjavíkur tekst að útvega meiri orku stendur til að stækka álverið enn meira. Verði af þeirri stækkun fjölgar starfsmönnum álversins um hátt í þrjú hundruð. Skrifað var undir samning þessarra fyrirtækja í apríl vegna stækkunar álversins úr 90 í 180 þúsund tonn, en í dag var skrifað undir viðbótarsamning sem gerir ráð fyrir að ársframleiðsla álversins verði 212 þúsund tonn að ári. Reyndar er stefnt að því að auka framleiðsluna á næsta ári í 220 þúsund tonn. Miðað við 212 þúsund tonna ársframleiðslu aukast útflutningsverðmæti landsins um 15 milljarða króna og verða því um 27 milljarðar þegar þessari stækkun verður lokið. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir samninginn tvíþættan; annars vegar verði seld 20 megavött frá Reykjanesvirkjun og síðan verði hugsanlega seld 15 megavött til viðbótar úr Svartsengi, sem þurfi að vísu leyfi fyrir. Gert sé ráð fyrir því að 1. febrúar liggi það fyrir hvort seld verði 20 megavött, eða 35. Orkuveita Reykjavíkur ætlar að afla orkunnar frá Hellisheiðarvirkjun, þar sem keyptar voru stærri vélar en upphaflega var áætlað, auk þess sem umframorka er til á Nesjavöllum. Norðurál er hins vegar með hugmyndir uppi um að stækka álverið upp í 260 þúsund tonn. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, segir að við það flækist málið, enda þurfi að bæta við 70 megavöttum. Verið sé að skoða þrjá möguleika, að taka upp nýtt svæði á Hengilssvæðinu, að bæta við Nesjavallarsvæðið, eða nýta betur orku á Hellisheiði. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls, segir að ekki sé hægt að taka ákvörðun um hvort af stækkuninni verði fyrr en ljóst sé hvort orkan sé fyrir hendi og á hvaða verði hún verði. Það liggi vonandi fyrir í upphafi næsta árs.
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira