Innlent

Snjórinn kominn

Margar smáar hendur hafa í dag og gær dregið snjósleða fram úr geymslum, en krakkar fóru þegar síðdegis í gær að hópast í helstu brekkur höfuðborgarsvæðisins, þegar snjó kyngdi niður. Í dag hafa starfsmenn íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur troðið skíðabrekkur borgarinnar og nú síðdegis var Breiðholtslyftan opnuð. Stefnt er að því að opna skíðalyftuna í Ártúnsbrekku síðdegis á morgun og lyftuna í Grafarvogi á föstudag. Veðurútlit er þannig að snjórinn ætti að haldast að minnsta kosti fram yfir helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×