Innlent

Ekki tekið á meintum lögbrotum

Hugsanlegt er að meint lögbrot kennara verði látin kyrrt liggja ef kennarar samþykkja kjarasamning þann sem undirritaður var milli Kennarasambands Íslands og launanefndar sveitarfélaga síðdegis í gær. Í Grunnskólanum á Fáskrúðsfirði sögðu allir kennararnir upp störfum. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir skólastjóri sagði að ekki yrði brugðist við með neinum sérstökum hætti. "Við vonum bara að þetta leysist farsællega og að þessar uppsagnir gangi til baka. Við höldum sjó á meðan og tökum á því þegar þar að kemur," sagði hún.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×