Innlent

Viljayfirlýsing um þriðju stækkun

Hitaveita Reykjavíkur og og Norðurál undirirtuðu í morgun viljayfirlýsingu um raforkuviðskipti vegna þriðju stækkunar álversins á Grundartanga, löngu áður en lokið er við stækkun númer tvö. Álverið var í upphafi 90 þúsund tonna stórt, mælt í ársframleiðslu, en í apríl samdi Noðrurál við Hitaveitu Suðurnejsa og Orkuveitu Reykjavíkur um raforkuframleiðslu fyrir fyrstu stækkunina, úr 90 þúsund tonnum upp í 180 þúsund tonn. Það er fyrsta stækkunin, en í morgun undirritaði Norðurál svo viðbótarsamning við orkufyrirtækin tvö um 32 þúsund tonna stækkun til viðbótar, sem verður önnur stækkunin. En Orkuveita Reykjavíkur, ein og sér, undirritaði líka viljayfirlýsingu í morgun um að útvega Norðuráli raforku vegna þriðju stækkunarinnar, sem fyrirhuguð er upp á 40 þúsund tonn, en eftir þá stækkun getur álverið framleitt 260 þúsund tonn af áli á ári. Fram hefur komið að Orkufyrirtækin tvö gátu boðið hagstæðara raforkuverð í stækkun numer tvö en Landsvirkjun gat gert og hið sama mun liggja til grundvallar þriðju stækkuninni, sem viljayfirlýsingin var undirrituð um í morgun á milli Noðruáls og Orkuveitu Reykjavíkur. Upphaflega stóð til að Landsvirkjun frameiddi rafmagn vegna allra þessara stækkana , en vegna deilna um Noðrlingavirkjun, sem átti að framleiða þá raforku og að ákveðið var að draga úr framleiðslugetu af náttúruverndarástæðum, varð sú breyting að jarðhitafyrirtækin tvö yfirtóku fyrstu og aðra stækkunina og Orkuveita Reykajvíkur ein þriðju stækkunina. Orkuveita Reykjavíkur gerir ekki minni arðsemiskröfur en landsvilrkjun þannig að draga má þá ályktun að það sé orðið hagkvæmara að framleiða raforku með jarðhita en með virkjun vatnsfalla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×