Innlent

Skólastjórar sáttir

Samningur skólastjóra byggir á sama grunni og sá samningur sem samninganefnd þeirra hafði áður samþykkt, en með lagfæringum, segir Sigfús Grétarsson, formaður samninganefndar Skólastjórafélags Íslands. Sigfús segir launahækkanir skólastjóra þær sömu og grunnskólakennaranna. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um breytingarnar: "Ég vil að samningurinn fari fyrst í kynningu til okkar félagsmanna og svo komum við til með að skýra út hvað í honum felst."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×