Sjálfsvíg fátíð í fangelsum 17. nóvember 2004 00:01 Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ekki hafa legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð, mun færri en annars staðar. Ekki hafði verið framið sjálfvíg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. Valtýr segir að konan hefði ekki vistast á geðdeild sem fangi en hún átti innan við mánuð eftir af afplánuninni. Í fangelsunum séu einstaklingar í langtímavistun sem virkilega þurfa á geðdeildarvistun að halda og hefðu fengið hana á undan konunni. Valtýr skrifaði bréf til heilbrigðisráðherra í sumar vegna ónægra úrræða fyrir vistun geðsjúkra fanga. Í DV í gær segir í viðtali við föður konunnar að honum sé spurn yfir aðgerðarleysi fangelsisyfirvalda sem lögðu of seint við hlustir í tilfelli dóttur hans. Faðirinn undrast einnig að konan hafi haft ól sem hún notaði til að svipta sig lífi. Valtýr segist skilja sorgarviðbrögð föðurins en segir jafnframt að tæki séu í hverjum einasta klefa sem hægt sé að nota til sjálfsvíga. Ef ætti að koma algjörlega í veg fyrir slíkt þyrfti að breyta miklu í fangelsum sem hann væri hræddur um að fangar og aðstandendur myndu ekki sætta sig við, meðal annars þyrfti sérstök föt. Í bréfinu til heilbrigðisráðherra segir Valtýr að komið hafi fyrir, þegar geðlæknar hafi sent eða vistað fanga á geðdeild, að þeim hafi annað hvort verið snúið við á tröppunum eða eftir nokkrar klukkustundir. Þeir séu sendir aftur í fangelsin sem er óviðunandi með öllu gagnvart sjúklingunum sjálfum, öðrum föngum og starfsfólki fangelsanna. "Geðsjúkir fangar þrífast illa innan um aðra fanga enda oftast óvinnufærir og hafa slæm áhrif á andrúmsloftið innan veggja fangelsanna," segir í bréfinu. Mat Fangelsismálastofnunar er að núverandi ástand sé óásættanlegt. Þá segir Valtýr að auka þurfi sálfræðiþjónustu á Litla-Hrauni um 50 prósent en nú er starfandi sálfræðingur í 80 prósenta starfi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ekki hafa legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð, mun færri en annars staðar. Ekki hafði verið framið sjálfvíg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. Valtýr segir að konan hefði ekki vistast á geðdeild sem fangi en hún átti innan við mánuð eftir af afplánuninni. Í fangelsunum séu einstaklingar í langtímavistun sem virkilega þurfa á geðdeildarvistun að halda og hefðu fengið hana á undan konunni. Valtýr skrifaði bréf til heilbrigðisráðherra í sumar vegna ónægra úrræða fyrir vistun geðsjúkra fanga. Í DV í gær segir í viðtali við föður konunnar að honum sé spurn yfir aðgerðarleysi fangelsisyfirvalda sem lögðu of seint við hlustir í tilfelli dóttur hans. Faðirinn undrast einnig að konan hafi haft ól sem hún notaði til að svipta sig lífi. Valtýr segist skilja sorgarviðbrögð föðurins en segir jafnframt að tæki séu í hverjum einasta klefa sem hægt sé að nota til sjálfsvíga. Ef ætti að koma algjörlega í veg fyrir slíkt þyrfti að breyta miklu í fangelsum sem hann væri hræddur um að fangar og aðstandendur myndu ekki sætta sig við, meðal annars þyrfti sérstök föt. Í bréfinu til heilbrigðisráðherra segir Valtýr að komið hafi fyrir, þegar geðlæknar hafi sent eða vistað fanga á geðdeild, að þeim hafi annað hvort verið snúið við á tröppunum eða eftir nokkrar klukkustundir. Þeir séu sendir aftur í fangelsin sem er óviðunandi með öllu gagnvart sjúklingunum sjálfum, öðrum föngum og starfsfólki fangelsanna. "Geðsjúkir fangar þrífast illa innan um aðra fanga enda oftast óvinnufærir og hafa slæm áhrif á andrúmsloftið innan veggja fangelsanna," segir í bréfinu. Mat Fangelsismálastofnunar er að núverandi ástand sé óásættanlegt. Þá segir Valtýr að auka þurfi sálfræðiþjónustu á Litla-Hrauni um 50 prósent en nú er starfandi sálfræðingur í 80 prósenta starfi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira