Halda fleiri heræfingar á Taívansundi Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2020 11:42 Ein af sprengjuvélunum sem flogið var frá Kína að Taívan í gær. AP/Varnarmálaráðuneyti Taívan Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. Hann vísaði þó ekki beint til heimsóknar Keith Krach, aðstoðarinnanríkisráðherra og æðsta erindreka Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í áratugi. Talsmaðurinn, Ren Guoqiang, sagði einnig að Bandaríkin gætu ekki stjórnað Kína í gegnum Taívan og að Taívan gæti ekki reitt sig á útlendinga til að byggja sig upp. Ren varpaði þar að auki fram lítt dulinni hótun og sagði: „Þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig.“ Varnarmálaráðuneyti Taívan segir þar að auki að 18 herþotum, tveimur sprengjuvélum og 16 orrustuþotum, hafa verið flogið yfir Taívansund í gær. Orrustuþotur voru sendar til móts þeirra. Kínverjar hafa haldið fjölda heræfinga á undanförnum vikum. Kínverjar hafa einnig mótmælt fundi Kelly Craft, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, með James Lee, sem stýrir óformlegu sendiráði Taívan í Bandaríkjunum. Þau funduðu í New York á miðvikudaginn og ræddu sín á milli hvernig hægt væri að auka aðkomu Taívan að Sameinuðu þjóðunum. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Haldnar voru kosningar í janúar þar sem sjálfstæðissinnar fengu rúm 57 prósent atkvæða. Sjá einnig: Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Síðan kosningarnar fóru fram í janúar hafa kínversk herskip sést mun oftar en áður á siglingu nærri Taívan og það sama má segja um orrustuþotur og sprengjuflugvélar. Þeim hefur verið flogið oftar að Taívan en áður og jafnvel nær. Eins og flest önnur ríki eiga Bandaríkin í rauninni ekki í formlegum samskiptum við Taívan. Bandaríkin hafa þó lengi stutt við bakið á Taívan og eru til að mynda það ríki sem selur þeim mest vopn. Undir stjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa samskiptin við Taívan aukist til muna en Bandaríkin hafa frá því 2018 átt í viðskiptastríði við Kína. Til marks um það, þá heimsótti Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Taívan í byrjun ágúst. Hann var þá æðsti embættismaðurinn sem heimsótt hafði Taívan um langt skeið. Þeirri rannsókn var harðlega mótmælt í Peking. Kína Taívan Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Kínverjar halda nú heræfingar á Taívansundi, á sama tíma og bandarískur erindreki heimsækir eyríkið. Yfirvöld í Kína segja heræfingunum ætlað að tryggja fullveldi ríkisins. Í dag gagnrýndi talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína bæði Bandaríkin og Taívan fyrir aukið samráð og að „valda vandræðum“. Hann vísaði þó ekki beint til heimsóknar Keith Krach, aðstoðarinnanríkisráðherra og æðsta erindreka Bandaríkjanna sem heimsækir Taívan í áratugi. Talsmaðurinn, Ren Guoqiang, sagði einnig að Bandaríkin gætu ekki stjórnað Kína í gegnum Taívan og að Taívan gæti ekki reitt sig á útlendinga til að byggja sig upp. Ren varpaði þar að auki fram lítt dulinni hótun og sagði: „Þeir sem leika sér að eldi munu brenna sig.“ Varnarmálaráðuneyti Taívan segir þar að auki að 18 herþotum, tveimur sprengjuvélum og 16 orrustuþotum, hafa verið flogið yfir Taívansund í gær. Orrustuþotur voru sendar til móts þeirra. Kínverjar hafa haldið fjölda heræfinga á undanförnum vikum. Kínverjar hafa einnig mótmælt fundi Kelly Craft, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, með James Lee, sem stýrir óformlegu sendiráði Taívan í Bandaríkjunum. Þau funduðu í New York á miðvikudaginn og ræddu sín á milli hvernig hægt væri að auka aðkomu Taívan að Sameinuðu þjóðunum. Yfirvöld í Kína líta á Taívan sem eigið landsvæði og hafa jafnvel hótað að ná þar tökum með valdi. Taívan hefur verið með heimastjórn frá 1950 og er í reynd sjálfstætt þrátt fyrir að hafa aldrei lýst formlega yfir sjálfstæði frá Kína. Sjálfstæðissinnum hefur þó verið að vaxa ásmegin í Taívan á undanförnum árum. Haldnar voru kosningar í janúar þar sem sjálfstæðissinnar fengu rúm 57 prósent atkvæða. Sjá einnig: Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Síðan kosningarnar fóru fram í janúar hafa kínversk herskip sést mun oftar en áður á siglingu nærri Taívan og það sama má segja um orrustuþotur og sprengjuflugvélar. Þeim hefur verið flogið oftar að Taívan en áður og jafnvel nær. Eins og flest önnur ríki eiga Bandaríkin í rauninni ekki í formlegum samskiptum við Taívan. Bandaríkin hafa þó lengi stutt við bakið á Taívan og eru til að mynda það ríki sem selur þeim mest vopn. Undir stjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa samskiptin við Taívan aukist til muna en Bandaríkin hafa frá því 2018 átt í viðskiptastríði við Kína. Til marks um það, þá heimsótti Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Taívan í byrjun ágúst. Hann var þá æðsti embættismaðurinn sem heimsótt hafði Taívan um langt skeið. Þeirri rannsókn var harðlega mótmælt í Peking.
Kína Taívan Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15 Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Halli Reynis látinn Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. 27. ágúst 2020 16:15
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54