Spennan stigmagnast í Taívansundi Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 14:05 Frá heræfingu í Taívan. EPA/Ritchie B. Tongo Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. Yfirvöld í Taívan segja loftvarnarkerfi eyjunnar hafa miðað á orrustuþotur frá Kína, sem flogið var að eyjunni þegar Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Taívan í mánuðinum. Bandaríkin hafa sömuleiðis fjölgað heræfingum á svæðinu. Herskip var sent í gegnum Taívansund og flotaæfingar gerðar í Suður-Kínahafi, sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til. Þar að auki kvörtuðu Kínverjar í vikunni yfir því að bandarískri njósnaflugvél hefði verið flogið yfir svæði þar sem flotaæfingar eiga sér stað. Þessar heræfingar og skipasiglingar í samblandi við þá verulegu hnekki sem samband ríkjanna hefur orðið fyrir er óttast að deilan um Taívan gæti leitt til átaka milli ofurveldanna. Í rauninni standa nú þrjár mismunandi flotaæfingar yfir hjá Kína. Reuters ræddi við kínverska hernaðarsérfræðinginn Ni Lexiong en hann segir að þetta sé mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar standi í þremur flotaæfingum á sama tíma. Það sé til margs um það að hernaðaryfirvöld landsins séu að æfa getu þeirra í að berjast við óvini úr þremur mismunandi áttum. Til að mynda frá Taívan, Japan og Bandaríkjunum. „Sagnfræðilega séð, eru tíðar æfingar til marks um yfirvofandi stríð,“ sagði Ni. Með sífellt aukinni nútímavæðingu herafla Kína hafa Bandaríkjamenn sífellt meiri áhyggjur af því að kínverskir ráðamenn telji sig undirbúna fyrir milliríkjaátök og þá sérstaklega að hernema Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. Ef eitthvað, virðist sem að það viðhorf sé algengara í Bandaríkjunum. Kínverjum hafi vaxið ásmegin. „Þetta er mál sem nær ekki bara til Taívan og Bandaríkjanna. Ég get fært rök fyrir því að önnur sambærileg ríki á svæðinu horfi á það sem er að gerast í Kína með sífellt auknum áhyggjum,“ sagði hann. Sjá einnig: Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Heimildarmenn Reuters í Taívan segja að líkurnar á átökum hafi sjaldan verið meiri. Minnst einn þeirra vísaði til kínversks orðatiltækis um að hleypa óvart úr byssu við að pússa hana og að líkur á slysaskotum hafi hækkað með auknum vígbúnaði á svæðinu. Yfirvöld í Taívan birtu nýverið myndbönd af hermönnum landsins æfa varnir gegn innrás frá Kína. # # Posted by on Saturday, 22 August 2020 Í nýlegri grein sem James Winnefeld Jr., fyrrverandi flotaforingi og varaformaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, og Michael Morell, fyrrverandi starfandi yfirmaður CIA, skrifuðu, segja þeir að Bandaríkin þurfi að undirbúa sig fyrir átök við Kína. Því Kínverjar gætu hernumið Taívan á einungis þremur dögum. Þeir settu upp þá sviðsmynd að engin skýr niðurstaða fáist í forsetakosningum Bandaríkjanna í nóvember og að stjórnvöld Bandaríkjanna yrðu í raun lömuð. Undir yfirskini her- og flotaæfinga, sem haldnar eru reglulega á Taívansundi, gætu Kínverjar komið nægilegum herafla fyrir á svæðinu til skyndiárásar á Taívan. Þeir gætu hernumið Taívan og komist upp með það. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó byrjaðir að undirbúa möguleg átök við Kína. Í varnarstefnu ríkisins, sem opinberuð var í janúar 2018, kom fram að Bandaríkin ætluðu að leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi og þess í stað einbeita sér að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. Kína Bandaríkin Taívan Japan Tengdar fréttir Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00 Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira
Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“. Yfirvöld í Taívan segja loftvarnarkerfi eyjunnar hafa miðað á orrustuþotur frá Kína, sem flogið var að eyjunni þegar Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Taívan í mánuðinum. Bandaríkin hafa sömuleiðis fjölgað heræfingum á svæðinu. Herskip var sent í gegnum Taívansund og flotaæfingar gerðar í Suður-Kínahafi, sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til. Þar að auki kvörtuðu Kínverjar í vikunni yfir því að bandarískri njósnaflugvél hefði verið flogið yfir svæði þar sem flotaæfingar eiga sér stað. Þessar heræfingar og skipasiglingar í samblandi við þá verulegu hnekki sem samband ríkjanna hefur orðið fyrir er óttast að deilan um Taívan gæti leitt til átaka milli ofurveldanna. Í rauninni standa nú þrjár mismunandi flotaæfingar yfir hjá Kína. Reuters ræddi við kínverska hernaðarsérfræðinginn Ni Lexiong en hann segir að þetta sé mögulega í fyrsta sinn sem Kínverjar standi í þremur flotaæfingum á sama tíma. Það sé til margs um það að hernaðaryfirvöld landsins séu að æfa getu þeirra í að berjast við óvini úr þremur mismunandi áttum. Til að mynda frá Taívan, Japan og Bandaríkjunum. „Sagnfræðilega séð, eru tíðar æfingar til marks um yfirvofandi stríð,“ sagði Ni. Með sífellt aukinni nútímavæðingu herafla Kína hafa Bandaríkjamenn sífellt meiri áhyggjur af því að kínverskir ráðamenn telji sig undirbúna fyrir milliríkjaátök og þá sérstaklega að hernema Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til. Ef eitthvað, virðist sem að það viðhorf sé algengara í Bandaríkjunum. Kínverjum hafi vaxið ásmegin. „Þetta er mál sem nær ekki bara til Taívan og Bandaríkjanna. Ég get fært rök fyrir því að önnur sambærileg ríki á svæðinu horfi á það sem er að gerast í Kína með sífellt auknum áhyggjum,“ sagði hann. Sjá einnig: Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Heimildarmenn Reuters í Taívan segja að líkurnar á átökum hafi sjaldan verið meiri. Minnst einn þeirra vísaði til kínversks orðatiltækis um að hleypa óvart úr byssu við að pússa hana og að líkur á slysaskotum hafi hækkað með auknum vígbúnaði á svæðinu. Yfirvöld í Taívan birtu nýverið myndbönd af hermönnum landsins æfa varnir gegn innrás frá Kína. # # Posted by on Saturday, 22 August 2020 Í nýlegri grein sem James Winnefeld Jr., fyrrverandi flotaforingi og varaformaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, og Michael Morell, fyrrverandi starfandi yfirmaður CIA, skrifuðu, segja þeir að Bandaríkin þurfi að undirbúa sig fyrir átök við Kína. Því Kínverjar gætu hernumið Taívan á einungis þremur dögum. Þeir settu upp þá sviðsmynd að engin skýr niðurstaða fáist í forsetakosningum Bandaríkjanna í nóvember og að stjórnvöld Bandaríkjanna yrðu í raun lömuð. Undir yfirskini her- og flotaæfinga, sem haldnar eru reglulega á Taívansundi, gætu Kínverjar komið nægilegum herafla fyrir á svæðinu til skyndiárásar á Taívan. Þeir gætu hernumið Taívan og komist upp með það. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó byrjaðir að undirbúa möguleg átök við Kína. Í varnarstefnu ríkisins, sem opinberuð var í janúar 2018, kom fram að Bandaríkin ætluðu að leggja minni áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi og þess í stað einbeita sér að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.
Kína Bandaríkin Taívan Japan Tengdar fréttir Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00 Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37
Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00
Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41