Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 16:15 Eldflaugar af gerðinni DF-21D eru sérhannaðar til að granda flugmóðurskipum. Slíkum eldflaugum var skotið í Suður-Kínahaf í gær. AP/Andy Wong Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Eldflaugarnar eru einnig hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Þróun Kínverja á eldflaugum sem þessum er meðal ástæðna sem Bandaríkin gáfu fyrir því að ríkið sleit sig frá eldflaugasáttmála við Sovétríkin, og seinna Rússland. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu til þróunarstarfs Kínverja og meintra brota Rússa á sáttmálanum og sögðust sjálfir ætla að byrja tilraunir á slíkum eldflaugum. Sjá einnig: Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Gífurleg spenna er nú í vestanverðu Kyrrahafi og þá sérstaklega á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin eiga í deilum á nánast öllum sviðum samskipta þeirra. Bæði ríkin, og önnur á svæðinu, hafa þar að auki tilkynnt her- og flotaæfingar og þykja líkurnar á átökum sjaldan hafa verið meiri, þó þær þyki ekki mjög miklar. Sérfræðingar segja samt að sífellt aukinn vígbúnaður á svæðinu geri slysaskot mun líklegri. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa byggt þar heilu eyjurnar. Á þeim er búið að byggja flugvelli og flotastöðvar og koma fyrir vopnum. South China Morning Post, ræddi við nokkra sérfræðinga sem segja að eldflaugaskotið muni líklegast leiða til þess að forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna muni leita leiða til að koma eigin eldflaugum og eldflaugavörnum á svæðinu. Bandaríkin myndu ekki hætta skipasiglingum sínum um svæðið. Einnig er vitnað í Wu Qian, talsmann varnarmálaráðuneytis Kína, sem sagði umfangsmiklar flotaæfingar Kínverja ekki beinast gegn einhverju tilteknu ríki. Hann hvatti þóyfirvöld Bandaríkjanna til að sýna stillingu. Wu sagði að „sumir“ stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að horfast í augu við raunveruleikann og hætta að storka Kína. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Eldflaugarnar eru einnig hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Þróun Kínverja á eldflaugum sem þessum er meðal ástæðna sem Bandaríkin gáfu fyrir því að ríkið sleit sig frá eldflaugasáttmála við Sovétríkin, og seinna Rússland. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu til þróunarstarfs Kínverja og meintra brota Rússa á sáttmálanum og sögðust sjálfir ætla að byrja tilraunir á slíkum eldflaugum. Sjá einnig: Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Gífurleg spenna er nú í vestanverðu Kyrrahafi og þá sérstaklega á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin eiga í deilum á nánast öllum sviðum samskipta þeirra. Bæði ríkin, og önnur á svæðinu, hafa þar að auki tilkynnt her- og flotaæfingar og þykja líkurnar á átökum sjaldan hafa verið meiri, þó þær þyki ekki mjög miklar. Sérfræðingar segja samt að sífellt aukinn vígbúnaður á svæðinu geri slysaskot mun líklegri. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa byggt þar heilu eyjurnar. Á þeim er búið að byggja flugvelli og flotastöðvar og koma fyrir vopnum. South China Morning Post, ræddi við nokkra sérfræðinga sem segja að eldflaugaskotið muni líklegast leiða til þess að forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna muni leita leiða til að koma eigin eldflaugum og eldflaugavörnum á svæðinu. Bandaríkin myndu ekki hætta skipasiglingum sínum um svæðið. Einnig er vitnað í Wu Qian, talsmann varnarmálaráðuneytis Kína, sem sagði umfangsmiklar flotaæfingar Kínverja ekki beinast gegn einhverju tilteknu ríki. Hann hvatti þóyfirvöld Bandaríkjanna til að sýna stillingu. Wu sagði að „sumir“ stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að horfast í augu við raunveruleikann og hætta að storka Kína.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20