Kína

Kína

Fréttamynd

Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það væri „afar hættulegt“ fyrir Breta að leitast eftir því að eiga í auknum og nánari samskiptum við Kína. Ummælin lét forsetinn falla eftir að Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, átti þriggja tíma fund með Xi Jinping, forseta Kína, í Pekíng.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja banda­ríska fánann á Græn­land

Erlingur Er­lings­son hernaðar­sagn­fræðingur segir allar yfir­lýsingar Donald Trump, for­seta Bandaríkjanna, um Græn­land og Venesúela fjar­stæðu­kenndar og for­sendur hans líka. Hann segir að frá her­fræði­legu sjónar­miði sé í raun ein­falt fyrir Bandaríkin að taka Græn­land, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauð­syn­legt og í raun aðeins hégómi „gamla fast­eigna­bra­skarans frá New York“ að vilja það.

Innlent
Fréttamynd

Sósíal­istar líta til harðstjórnarríkja sem fyrir­mynda

Forsvarsmenn Sósíalistaflokksins hafa ausið ríki með gerræðislegt stjórnarfar eins og Kína, Norður-Kóreu og Rússland lofi á undanförnum misserum. Formaðurinn segir það bull að Ísland sé hluti af lýðræðisríkjum í heiminum og að „sjúkir“ fjölmiðlar ljúgi upp á óvini Bandaríkjastjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Um­kringdu Taí­van og æfðu lokanir hafna

Kínverjar standa nú í umfangsmiklum heræfingum umhverfis Taívan, þar sem þeir líkja eftir lokunum helstu hafna, árásum á skotmörk á sjó og vörnum gegn inngripum þriðju aðila. Yfirvöld í Kína segja um að ræða viðvörun til „aðskilnaðarsinna“ í Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Trump vill til tunglsins fyrir 2028

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í gær út tilskipun um að koma mönnum til tunglsins fyrir 2028 og reisa þar varanlega bækistöð fyrir 2030. Var það nokkrum klukkustundum eftir að Jared Isaacman tók formlega við sem nýr yfirmaður Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), eftir að Trump hafði áður dregið tilnefningu hans til baka.

Erlent
Fréttamynd

Þrettán nýir raf­knúnir strætis­vagnar teknir í notkun

Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar verða á næstunni teknir í notkun hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Almenningsvagnar Kynnisferða og Hagvagnar sjá um akstur vagnanna en samið var við félögin í fyrra. Í tilkynningu kemur fram að allur strætófloti fyrirtækjanna verður orðinn rafknúinn árið 2029.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju reyndi Kína ekki að „leika Kissin­ger“ til að kljúfa Evrópu frá Banda­ríkjunum?

Kína hefur varpað þunga sínum á vogarskál Rússlands í stríðinu í Úkraínu, en það virðist hafa fengið minni athygli meðal evrópskra leiðtoga en efni standa til. Frá því að hafa veitt Moskvu fjárhagslega líflínu til afhendingar á lykiltækni til rússneska vopna­iðnaðarins hefur svonefnt „takmarkalaust“ samstarf ríkjanna tvær augljósar og víðtækar afleiðingar fyrir gang stríðsins – og um leið framtíðaröryggi Evrópu.

Umræðan
Fréttamynd

Bað for­sætis­ráð­herra Japan að ögra ekki Kín­verjum

Nokkrum dögum eftir að Sanae Takaichi, nýr forsætisráðherra Japan, reitti ráðamenn í Kína til reiði með því að segja að innrás Kínverja í Taívan gæti leitt til hernaðarviðbragðs frá Japönum, ræddi Xi Jinping, forseti Kína, við Donald Trump, kollega sinn í Bandaríkjunum. Xi er sagður hafa verið bálreiður og varði hálftíma af klukkutímalöngu símtalinu í að útskýra fyrir Trump að Kína ætti í raun Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað

Slökkvistarfi er að mestu lokið í Wang Fuk íbúðaturnunum í Hong Kong, eftir gríðarlegan eldsvoða sem braust út í gær. Fjörtíu og fjórir eru látnir og 45 alvarlega slasaðir. Um 280 er enn saknað.

Erlent
Fréttamynd

Sendu nýtt far til strandaðra geim­fara

Kínverjar skutu í morgun geimfari á braut um jörðu svo þrír geimfarar hefðu tök á því að komast aftur til jarðar. Þeir hafa í raun verið strandaðir í nokkra daga en eiga þó ekki að snúa aftur til jarðar fyrr en á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

„Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“

Ráðamenn í Kína eru enn fjúkandi reiðir í garð Japana vegna ummæla nýs forsætisráðherra Japans um Taívan frá síðustu viku. Meðal annars hafa Kínverjar hótað því að „rústa“ Japan og krefjast þeir þess að Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japans, dragi ummæli sín um að Japanir myndu mögulega koma Taívönum til aðstoðar, geri Kínverjar innrás í eyríkið, til baka.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að halda sjald­gæfum málmum frá hernum

Ráðamenn í Kína leita leiða til að koma í veg fyrir að sjaldgæfir málmar og afurðir úr þeim rati til bandarískrar hergagnaframleiðslu. Það er eftir að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar ríkjanna, gerðu samkomulag í síðasta mánuði um að Kínverjar opnuðu aftur á flæði sjaldgæfra málma til Bandaríkjanna, eftir að hafa stöðvað það nánast alfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kín­verjar menga mest en standa sig samt best

Síðustu átján mánuði hefur Kínverjum tekist að halda í horfinu eða jafnvel draga úr þegar kemur að útblæstri koltvísýrings í landinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Guardian fjallar um og er sögð vekja vonir um að Kínverjum, sem eru þó mest mengandi þjóð heims, sé að takast að draga úr losuninni, fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Lagði til að for­sætis­ráð­herrann yrði afhöfðaður

Embættismenn í Kína hafa brugðist reiðir við ummælum nýs forsætisráðherra Japans um að Japanar myndu mögulega koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás í eyríkið í framtíðinni. Háttsettur kínverskur erindreki í Japan skrifaði til að mynda færslu þar sem hann gaf til kynna að hausinn yrði höggvinn af Sanae Takaichi, forsætisráðherra.

Erlent