Erlent

Kína erf­ið­ar­i and­stæð­ing­ur en Sov­ét­rík­in

Samúel Karl Ólason skrifar
Mike Pompeo í Tékklandi.
Mike Pompeo í Tékklandi. AP/Petr David Josek

Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. Þetta sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Tékklandi í dag þar sem hann kallaði eftir samstöðu Evrópuríkja með Bandaríkjunum. Saman gætu þessir aðilar spornað gegn auknum áhrifum Kommúnistaflokks Kína.

Í ræðu á öldungadeildarþingi Tékklands í dag sagði Pompeo einnig að heimurinn væri ekki að upplifa „kalda stríðið 2,0“.

„Kommúnistaflokkurinn er þegar samvofinn efnahögum okkar, stjórnmálum okkar, samfélögum okkar á þann hátt sem Sovétríkin voru aldrei,“ sagði Pompeo, samkvæmt frétt Reuters.

Yfirvöld í Kína hafa kvartað yfir því að ríkisstjórn Donald Trump sé að nota ríkið til að mála skrattann á vegginn fyrir forsetakosningar Bandaríkjanna í nóvember.

Samband Bandaríkjanna og Kína hefur þó farið versnandi um nokkuð skeið og þá meðal annars vegna málefna Hong Kong, tilkalls Kína til Suður-Kínahafs, njósna og umsvifa tæknifyrirtækisins Huawei.

Strax í upphafi ársins 2018 gaf Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna út nýja varnarstefnu ríkisins þar sem mikil áherlsa var lögð á að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.


Tengdar fréttir

Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum

Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum.

Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum

Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn.

Kínverjar mótmæla heimsókn ráðherra til Taívan

Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, mun heimsækja Taívan á næstu dögum. Hann verður þá hæst setti embættismaður Bandaríkjanna sem heimsækir landið í rúma fjóra áratugi en yfirvöld í Kína hafa þegar brugðist reið við.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×