Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 10:37 Yfirvöld í Taívan hafa að undanförnu varið miklu púðri í endurbætur á herafla eyríkisins. EPA/RITCHIE B. TONGO Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. Um er að ræða sérstaka eftirlitsdróna sem geta flogið allt að 11 þúsund kílómetra. Þetta kemur fram í frétt Reuters en ekki liggur fyrir hvort að drónarnir eigi að bera vopn og þing Bandaríkjanna þarf að samþykkja söluna. Slíkir drónar, sem kallast SeaGuardian, myndu gera hernaðaryfirvöldum í Taívan kleift að fylgjast mun betur með aðgerðum herafla Kína á svæðinu. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ákveðið að reyna að selja fleiri dróna og í gær lögðu þingmenn bæði Repúblikana- og Demókrataflokksins fram frumvarp um að eingöngu væri hægt að selja vopn til bandamanna Bandaríkjanna. Það yrðu ríki Atlantshafsbandalagsins, Ástralía, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Japan og Ísrael. Salan, ef af henni verður, mun án efa reita yfirvöld í Kína til reiði. Kínverjar gera tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, ítrekaði mótmæli ríkisins við vopnasölu Bandaríkjanna til Taívan. Hann sagði að Bandaríkin ættu að stöðva söluna svo hún skaðaði ekki samband ríkjanna. Í fyrra samþykktu Bandaríkin að selja 108 M1A2 Abrams skriðdreka til Taívan og and-skriðdreka og and-flugvélavopn. Einnig var samþykkt að 66 orrustuþotur til eyríkisins. Taívan Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54 Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00 Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. Um er að ræða sérstaka eftirlitsdróna sem geta flogið allt að 11 þúsund kílómetra. Þetta kemur fram í frétt Reuters en ekki liggur fyrir hvort að drónarnir eigi að bera vopn og þing Bandaríkjanna þarf að samþykkja söluna. Slíkir drónar, sem kallast SeaGuardian, myndu gera hernaðaryfirvöldum í Taívan kleift að fylgjast mun betur með aðgerðum herafla Kína á svæðinu. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ákveðið að reyna að selja fleiri dróna og í gær lögðu þingmenn bæði Repúblikana- og Demókrataflokksins fram frumvarp um að eingöngu væri hægt að selja vopn til bandamanna Bandaríkjanna. Það yrðu ríki Atlantshafsbandalagsins, Ástralía, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Japan og Ísrael. Salan, ef af henni verður, mun án efa reita yfirvöld í Kína til reiði. Kínverjar gera tilkall til Taívan og lítur á eyjuna sem hluta af lýðveldinu. Yfirvöld í Kína hafa ítrekað hótað því að sameina ríkin á nýjan leik með valdi. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, ítrekaði mótmæli ríkisins við vopnasölu Bandaríkjanna til Taívan. Hann sagði að Bandaríkin ættu að stöðva söluna svo hún skaðaði ekki samband ríkjanna. Í fyrra samþykktu Bandaríkin að selja 108 M1A2 Abrams skriðdreka til Taívan og and-skriðdreka og and-flugvélavopn. Einnig var samþykkt að 66 orrustuþotur til eyríkisins.
Taívan Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54 Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00 Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Ríkisstjórn Taívan skammast út í WHO Ríkisstjórn Taívan segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) ekki hafa deilt gögnum og upplýsingum baráttuna gegn faraldri nýju kórónuveirunnar þar í landi með öðrum ríkjum. 30. mars 2020 15:54
Bandaríkjamenn vöknuðu við vondan draum í München Öryggisráðstefnan í München varpaði miklu ljósi á sífellt versnandi samband Bandaríkjanna og Evrópu. Sprungur í sambandinu urðu að gjám og forsvarsmenn Evrópu og Bandaríkjanna virðast sjá heiminn í mismunandi ljósi. 17. febrúar 2020 12:00
Sjálfstæðissinnar vinna yfirburðasigur í Taívan Forsetinn fékk 8,2 milljónir atkvæða, eða rúm 57 prósent, og þykir það einstakur fjöldi atkvæða hjá forseta sem er að sækjast eftir endurkjöri. 11. janúar 2020 17:41