Enski boltinn

„Þetta er ekki eins og FIFA eða PlayStation“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp og félagar hafa ekki tapað í ensku úrvalsdeildinni síðan 3. janúar.
Klopp og félagar hafa ekki tapað í ensku úrvalsdeildinni síðan 3. janúar. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kom á óvart með liðsvali sínu gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn.

Roberto Firmino og Mohamed Salah byrjuðu á bekknum og Divock Origi og Xherdan Shaqiri fengu tækifæri í byrjunarliðinu sem og Adam Lallana. Þessar breytingar Klopps komu ekki að sök því Liverpool vann 5-2 sigur.

Klopp segir að það sé nauðsynlegt að hvíla leikmenn og dreifa álaginu, sérstaklega í desember.

„Þetta er tíminn sem maður þarf að gera breytingar,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær.

„Þetta er ekki eins og FIFA eða PlayStation þar sem leikmenn þurfa ekki hvíld. Svona er þetta. Við munum gera breytingar. Það er klárt.“

Liverpool mætir Bournemouth klukkan 15:00 í dag.


Tengdar fréttir

Messi er aðdáandi Sadio Mane

Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta sinn í vikunni og fór þar með fram úr Cristiano Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×