Enski boltinn

„Þetta er ekki eins og FIFA eða PlayStation“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp og félagar hafa ekki tapað í ensku úrvalsdeildinni síðan 3. janúar.
Klopp og félagar hafa ekki tapað í ensku úrvalsdeildinni síðan 3. janúar. vísir/getty

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kom á óvart með liðsvali sínu gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn.

Roberto Firmino og Mohamed Salah byrjuðu á bekknum og Divock Origi og Xherdan Shaqiri fengu tækifæri í byrjunarliðinu sem og Adam Lallana. Þessar breytingar Klopps komu ekki að sök því Liverpool vann 5-2 sigur.

Klopp segir að það sé nauðsynlegt að hvíla leikmenn og dreifa álaginu, sérstaklega í desember.

„Þetta er tíminn sem maður þarf að gera breytingar,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær.

„Þetta er ekki eins og FIFA eða PlayStation þar sem leikmenn þurfa ekki hvíld. Svona er þetta. Við munum gera breytingar. Það er klárt.“

Liverpool mætir Bournemouth klukkan 15:00 í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.