Liverpool skoraði fimm gegn Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Origi skoraði eins og hann gerir alltaf gegn Everton.
Origi skoraði eins og hann gerir alltaf gegn Everton. vísir/getty
Liverpool vann 5-2 sigur á Everton í Merseyside-slag á Anfield í kvöld. Staðan í hálfleik var 4-2, Liverpool í vil.Þetta var sjötti sigur Liverpool í röð. Rauði herinn er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Everton sem er í fallsæti.Divock Origi fékk tækifæri í byrjunarliði Liverpool í kvöld og nýtti það vel. Hann kom liðinu yfir á 6. mínútu eftir sendingu frá Sadio Mané.Senegalinn lagði upp annað mark fyrir Xherdan Shaqiri á 17. mínútu. Fjórum mínútum síðar minnkaði Michael Keane muninn í 2-1.Origi skoraði annað mark sitt og þriðja mark Liverpool á 31. mínútu eftir langa sendingu Dejans Lovren. Origi hefur skorað í öllum fjórum leikjum sínum gegn Everton á Anfield.Mané skoraði fjórða mark Liverpool eftir skyndisókn og sendingu Trents Alexander-Arnold á 45. mínútu.Richarlison minnkaði muninn í 4-2 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik sem var mjög fjörugur.Sá seinni var öllu rólegri. Mané fékk þó tvö dauðafæri til að skora og Moise Kean skaut framhjá marki Liverpool úr upplögðu færi.Á lokamínútunni skoraði Georginio Wijnaldum fimmta mark heimamanna með góðu skoti. Lokatölur 5-2, Liverpool í vil.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.