Enski boltinn

Öll skotin í fyrri hálfleiknum á Anfield í gær fóru inn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Púlarar fagna.
Púlarar fagna. visir/getty

Grannaslagur Liverpool og Everton var heldur betur mikið fyrir augað en Evrópumeistararnir höfðu betur 5-2 en staðan var 4-2 er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Ótrúlegur fyrri hálfleikur.

Liverpool komst í 2-0 eftir stundarfjórðung með mörkum frá Divock Origi og Xherdan Shaqiri en Michael Keane minnkaði muninn á 21. mínútu.

Divock Origi og Sadio Mane komu Liverpool svo í 4-1 fyrir hlé en Richarlison lagaði stöðuna fyrir þá bláklæddu áður en liðin gengu til búningsherbergja.

Það var athyglisverð tölfræði sem birtist hjá tölfræðiveitunni OptaJoe í hálfleik á leiknum í gær en öll sex skot fyrri hálfleiksins fóru í netið.

Liverpool átti fjögur skot á markið hjá Everton sem fóru öll beint í netið og sömu sögu má segja af þeim tveimur skotum sem Everton átti á markið.

Liverpool eftir sigurinn áfram taplaust á toppi deildarinnar en liðið er með átta stiga forskot á Leicester sem er í öðru sætinu.

Everton er komið í fallsæti en liðið er með fjórtán stig eftir fimmtán leiki.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.