Enski boltinn

Klopp fljótari en Ferguson í 100 sigurleiki í úrvalsdeildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þakklátur Klopp eftir sigurinn í gær.
Þakklátur Klopp eftir sigurinn í gær. vísir/getty

Jurgen Klopp hefur gert magnaða hluti með Liverpool síðan hann tók við félaginu og það sést einna best á tölfræðinni.

Sigurleikur Liverpool á Everton í gær var 100. sigur Klopp með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá því að hann tók við félaginu í byrjun október árið 2015.

Það tók þann þýska einungis 159 leiki að ná þessum hundrað leikjum en Liverpool hefur enn ekki tapað deildarleik á þessu ári. Síðasta tapið kom gegn Man. City í janúar.

Það er einungis Jose Mourinho sem hefur verið fljótari í hundrað sigurleiki en það tók þann portúgalska 142 leiki. Sir Alex Ferguson er í 3. sætinu en það tók þann skoska 162 leiki.

Liverpool er með átta stiga forskot á Leicester á toppi deildarinnar en Englandsmeistarar Man. City eru í 3. sætinu, ellefu stigum á eftir Liverpool.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.