Enski boltinn

Liverpool búið að tilkynna inn 23 manna hópinn sinn á HM félagsliða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og Sadio Mané eru auðvitað báðir í hópnum.
Mohamed Salah og Sadio Mané eru auðvitað báðir í hópnum. Getty/John Powell
Nú er klárt hvaða 23 leikmenn Liverpool fljúga með liðinu til Katar seinna í þessum mánuði og reyna að hjálpa Liverpool að verða heimsmeistari félagsliða í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Miðvörðurinn Joel Matip og miðjumaðurinn Fabinho eru ekki í hópnum hjá Jürgen Klopp en þeir eru báðir að glíma við meiðsli.





Annars er hópur Liverpool skipaður sterkustu leikmönnum liðsins og þetta er greinilega bikar sem Liverpool vill bæta við í verðlaunaskápinn sinn.

Liverpool spilar undanúrslitaleik sinn miðvikudaginn 18. desember og svo er leikið um sæti laugardaginn 21. desember.

Liverpool mætir Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins 17. desember og munu þessir leikmenn, sem fara til Katar, því ekki spila þann leik.

Ungu leikmennirnir Harvey Elliott, Rhian Brewster, Curtis Jones og Neco Williams sem búist var við að myndu vera heima og spila þennan Aston Villa leik fara allir með til Katar.

Klopp hefur samt möguleika á því að skipta mönnum út allt þar til sólarhring fyrir fyrsta leik en aðeins ef leikmenn veikjast með meiðast.

Hópur Liverpool á HM félagsliða 2019:

Alisson Becker

Virgil van Dijk

Georginio Wijnaldum

Dejan Lovren

James Milner

Naby Keita

Roberto Firmino

Sadio Mané

Mohamed Salah

Joe Gomez

Adrian

Jordan Henderson

Alex Oxlade-Chamberlain

Adam Lallana

Andy Lonergan

Xherdan Shaqiri

Rhian Brewster

Andrew Robertson

Divock Origi

Curtis Jones

Trent Alexander-Arnold

Harvey Elliott

Neco Williams




Fleiri fréttir

Sjá meira


×