Enski boltinn

Ótrúleg tölfræði Origi í flóðljósum: „Kannski er hann vampíra?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Origi léttur í bragði í gær.
Origi léttur í bragði í gær. vísir/getty

Þjálfarinn og íþróttasérfræðingurinn Simon Brundish fylgist vel með enska boltanum og þar helst sínu uppáhaldsliði, toppliði Liverpool.

Þeir rauðklæddu unnu í gær nokkuð þægilegan sigur á grönnum sínum í Everton en Liverpool vann 5-2 sigur eftir að hafa verið 4-2 yfir eftir bráð fjörugan fyrri hálfleik.

Divock Origi fékk tækifæri í byrjunarliði Liverpool og nýtti það heldur betur en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Simon birti athyglisverða tölfræði á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir frá því að Origi sé með 29 mörk og sjö stoðsendingar í leikjum Liverpool sem fara fram í flóðljósum.

Tölfræði hans í dagsbirtu er allt önnur. Þar hefur Origi einungis skorað fimm mörk og gefið eina stoðsendingu en hann er greinilega leikmaður sem líkar við kvöldleikina.

„Einhver annar sem hefur spáð í því að kannski er Origi vampíra,“ skrifaði Simon léttur í bragði á Twitter í gær enda hans menn með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.