Enski boltinn

Ótrúleg tölfræði Origi í flóðljósum: „Kannski er hann vampíra?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Origi léttur í bragði í gær.
Origi léttur í bragði í gær. vísir/getty
Þjálfarinn og íþróttasérfræðingurinn Simon Brundish fylgist vel með enska boltanum og þar helst sínu uppáhaldsliði, toppliði Liverpool.

Þeir rauðklæddu unnu í gær nokkuð þægilegan sigur á grönnum sínum í Everton en Liverpool vann 5-2 sigur eftir að hafa verið 4-2 yfir eftir bráð fjörugan fyrri hálfleik.

Divock Origi fékk tækifæri í byrjunarliði Liverpool og nýtti það heldur betur en hann skoraði tvö mörk í leiknum.

Simon birti athyglisverða tölfræði á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir frá því að Origi sé með 29 mörk og sjö stoðsendingar í leikjum Liverpool sem fara fram í flóðljósum.







Tölfræði hans í dagsbirtu er allt önnur. Þar hefur Origi einungis skorað fimm mörk og gefið eina stoðsendingu en hann er greinilega leikmaður sem líkar við kvöldleikina.

„Einhver annar sem hefur spáð í því að kannski er Origi vampíra,“ skrifaði Simon léttur í bragði á Twitter í gær enda hans menn með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×