Enski boltinn

Liverpool setti félagsmet | Ekki tapað í 32 deildarleikjum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool eru óstöðvandi þessi dægrin.
Liverpool eru óstöðvandi þessi dægrin. vísir/getty

Liverpool setti félagsmet með sigrinum á Everton, 5-2, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Liverpool er taplaust í síðustu 32 deildarleikjum sínum. Gamla metið, 31 deildarleikur í röð án taps, var frá níunda áratug síðustu aldar.


Síðasta tap Liverpool í deildinni kom gegn Manchester City, 2-1, 3. janúar, eða fyrir rúmum ellefu mánuðum síðan. Tapið fyrir City var eina tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Liverpool hefur unnið 14 af fyrstu 15 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í vetur og gert eitt jafntefli. Rauði herinn er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.

Næsti leikur Liverpool er gegn Bournemouth á laugardaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.