Enski boltinn

Origi skorað fleiri mörk gegn Everton en Mane, Firmino og Salah til samans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Origi var frábær í gær, eins og vanalega gegn Everton.
Origi var frábær í gær, eins og vanalega gegn Everton. vísir/getty

Það virðist vera fátt meira sem belgíski framherjinn Divock Origi elskar meira en að skora gegn nágrönnunum í Everton.

Origi skoraði tvö mörk Liverpool er liðið hafði betur í baráttunni um borgina í gærkvöldi en lokatölur urðu 5-2 sigur Liverpool sem eru með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.

Origi hefur skorað fimm mörk gegn Everton en fram að leiknum í kvöld hafði hann einungis skorað eitt mark í ensku deildinni.

Á síðustu leiktíð gerði hann frægt sigurmark gegn Everton eftir vandræði Jordan Pickford en þegar tölfræði Belgans gegn Everton er skoðuð ítarlega er margt athyglisvert sem kemur í ljós.

Þeir þrír sem byrja yfirleitt í fremstu víglínunni hjá Liverpool; Roberto Firmino, Sadio Mane og Mohamad Salah ná nefnilega ekki saman upp í fimm mörk gegn Everton.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.