Enski boltinn

Origi skorað fleiri mörk gegn Everton en Mane, Firmino og Salah til samans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Origi var frábær í gær, eins og vanalega gegn Everton.
Origi var frábær í gær, eins og vanalega gegn Everton. vísir/getty
Það virðist vera fátt meira sem belgíski framherjinn Divock Origi elskar meira en að skora gegn nágrönnunum í Everton.Origi skoraði tvö mörk Liverpool er liðið hafði betur í baráttunni um borgina í gærkvöldi en lokatölur urðu 5-2 sigur Liverpool sem eru með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.Origi hefur skorað fimm mörk gegn Everton en fram að leiknum í kvöld hafði hann einungis skorað eitt mark í ensku deildinni.Á síðustu leiktíð gerði hann frægt sigurmark gegn Everton eftir vandræði Jordan Pickford en þegar tölfræði Belgans gegn Everton er skoðuð ítarlega er margt athyglisvert sem kemur í ljós.Þeir þrír sem byrja yfirleitt í fremstu víglínunni hjá Liverpool; Roberto Firmino, Sadio Mane og Mohamad Salah ná nefnilega ekki saman upp í fimm mörk gegn Everton.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.