Enski boltinn

Uppgjör umferðarinnar í enska: Ótrúlegar vörslur hjá Courtois og De Gea, skallaþrenna Rondóns og öll mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Courtois ver frábærlega frá Patrick van Aanholt.
Courtois ver frábærlega frá Patrick van Aanholt. vísir/getty
Sextándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í gær með átta leikjum.

Öll efstu lið deildarinnar, fyrir utan Arsenal, unnu sína leiki í 16. umferðinni, misörugglega þó.

Chelsea vann 0-1 útisigur á Sunderland en þetta var tíundi sigur liðsins í röð. Cesc Fábregas skoraði eina mark leiksins en Chelsea gat einnig þakkað markverðinum Thibaut Courtios fyrir stigin þrjú.

Belginn varði frábærlega frá Patrick van Aanholt í uppbótartíma. Þá markvörslu, sem og frábæra markvörslu Davids De Gea, í leik Crystal Palace og Manchester United má sjá hér að neðan.

Salomón Rondon, sem skoraði öll þrjú mörk West Brom í 3-1 sigri á Swansea City, er leikmaður umferðarinnar í samantekt ensku úrvalsdeildarinnar.

Í myndböndunum hér að neðan má sjá leikmann umferðarinnar, flottustu markvörslurnar, flottustu mörkin og samantekt frá fimmtándu umferðinni.


Tengdar fréttir

Koeman segir Wenger alltaf væla yfir dómgæslunni

Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Everton, kom það ekkert á óvart að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hafi kvartað undan dómgæslunni eftir að Everton vann Arsenal í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×